Talsmenn minnihlutans

frettinErlent, Eurovision, Innlent, Jón MagnússonLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Stundum heldur fólk, að það sé nánast eitt í heiminum með skoðanir sínar, en það þarf ekki að vera þannig. 

Andstæðingar Ísrael á Vesturlöndum kröfðust þess, að Ísrael yrði meinuð þáttaka í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Skipuleggjendur keppninnar tóku það ekki í mál.

Hér á landi kiknaði útvarpsstjóri í hnjáliðunum og bjó til sérkennilegar reglur, sem setti ábyrgð á þáttöku á herðar þess listamanns sem sigraði í keppninni og ljúflingurinn Gísli Marteinn sagði sig frá keppninni til að tryggja stöðu sína hjá „góða fólkinu.“ 

Í Malmö þar sem keppnin var haldin héldu Hamas vinir uppi látlausum mótmælum gegn þáttöku Ísrael og höfðu uppi mikla háreysti og læti allt kvöldið sem keppnin var haldin.

Þrátt fyrir þetta Gyðingahatur og andstöðu við Ísrael sem hefur birst víða um Evrópu m.a. hjá afvegaleiddu háskólafólki og virst hafa mikinn hljómgrunn, þá kemur annað í ljós.

Almenningur í Evrópu fékk loksins tækifæri í gærkvöldi til að segja sína skoðun með atkvæði sínu. Þá kom í ljós, að mikill meirihluti fólks hafnar hugmyndafræði og afstöðu mótmælendanna og tekur málefnalega afstöðu til framlags listamannanna frá Ísrael og annað varðandi keppnina. 

Sem betur fer á eina lýðræðisríkið fyrir botni Miðjarðarhafs, Ísrael enn víðtækan stuðning meðal almennings í Evrópu og stjórnmálamenn í Evrópu ættu að athuga það, þar sem þeir tvístíga og vita ekki í hvora buxnaskálmina þeir eiga að fara. Þetta sýnir líka að almenningur í Evrópu tekur með atkvæði sínu mun faglegri afstöðu til þess sem borið er á borð. 

Ríkisskipuðu „sérfræðingar“ keppninnar,sem hafa sérstakt vægi og mörgþúsundfaldan atkvæðisrétt á við almenning, sjá hins vegar til þess að tryggja því afbrigðilega sigur enn og aftur.

Á sama tíma og stjórnmálamenn víða í vestur Evrópu m.a. hér á landi sýna algjört hugleysi í málum, sem varða Ísrael og dauðakúltúr Hamas, þá sýnir almenningur að þrátt fyrir skefjalausan áróður þá láta síður en svo allir blekkjast. 

Við sem töldum okkur vera talsmenn algjörs minni hluta fáum það nú staðfest svo er heldur betur ekki. 

Mikið var það ánægjulegt. Til hamingju Evrópa að standast þessa prófraun.

Skildu eftir skilaboð