Hver borgar mótmælendunum

frettinErlent, Eurovision, Innlent, Jón Magnússon1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Ung listakona þurfti að loka sig inni á hótelherbergi sínu undir öflugri lögregluvernd um helgina. Hún mátti þola morðhótanir. Fyrir utan hótelið var fjöldi fólks, sem hrópuðu vígorð gegn henni. Hún hafði það eitt til saka unnið að flytja framlag Ísrael í Eurovision söngvakeppninni.  

Þeir sem höfðu í hótunum við hana og aðrir sem mótmæltu að á hana yrði hlustað mega skammast sín og Evrópubúar sýndu það með atkvæðum sínum með eftirminnilegum hætti að mótmælendur dyggðaflöggunarinnar eiga þegar upp er staðið lítinn hljómgrunn þó þeir fari fram með háreysti, hótunum og skemmdarverkum. 

Svo virðist sem stór hópur þessara mótmælenda sé að samsama sig með íslamistum með öllum þeirra höftum, kvennakúgun og fordómum og hafna þá baráttu fyrir jafnstöðu karla og kvenna, réttindum samkynhneigðra og sama rétti ólíkra hópa án tillits til trúar, litarháttar eða þjóðernis. 

Íslam stefnir að heimsyfirráðum og kúgun allra annarra hópa í samfélaginu en þeirra sem játa Íslam. Gæti það fallið undir rasisma og fasisma?

Stór hluti þeirra sem mótmæla að þessu sinni er sögulaust fólk sem hatast út í vestræna menningu og menningararfleið af því að þeim hefur verið kennt að allt illt í heiminum stafi frá markaðsþjóðfélaginu á Vesturlöndum.

Á sama tíma er líka stór hópur, sem virðist hafa atvinnu af því eins og loftlagsgoðið Gréta Tunberg að mótmæla. Sumt af þessu mótmælafólki ferðast landa og heimsálfa á milli til að taka þátt í mótmælum eða koma þeim af stað.  Hver eða hverjir skyldu nú borga þann brúsa?

One Comment on “Hver borgar mótmælendunum”

  1. Greta Thurneberg er nýlega búin að játa að hún trúi ekki á loftslagsbreytingar. En þessi aðför gegn Ísrael og læti á Íslandi kringum eurovision. Er eintóm geðbilun.

Skildu eftir skilaboð