Donald Trump, verðandi forseti Bandafríkjanna samkvæmt öllum skoðanakönnunum, krefst þess að Joe Biden gangist undir lyfjapróf fyrir komandi kappræður þeirra. Áskorun Trumps kom í ræðu hans á árlegum Lincoln Reagan kvöldverðarviðburði repúblikana í St. Paul, Minnesota, sem hann sótti eftir að hafa fagnað útskrift sonar síns Barron úr menntaskóla.
Við krefjumst lyfjaprófs
Trump sparaði ekki orðin þegar hann efaðist um frammistöðu Biden í sambandsræðu sinni á Bandaríkjaþingi í mars. Trump sagði:
„Ég vil ræða við hann í keppnisumræðum en þú veist – ég ætla líka að krefjast lyfjaprófs. Ég ætla að gera það í alvörunni. Ég vil ekki að hann komi inn eins og í sambandsræðunni. Hann var á flugi eins flugdreki.“
Forsetinn fyrrverandi hélt áfram að gagnrýna frammistöðu Biden þegar Biden hélt sambandsræðuna. Trump sagði að Biden virtist hafa verið „upp pumpaður“ í byrjun en „dofnaði hratt“ í lokin. Trump sagði:
„Við ætlum að krefjast lyfjaprófs… Hann verður svo upp pumpaður af þeim, sjáið til. Ég veit ekki hvað hann er að taka en það var ekki…. halló hann sveif hærra en flugdreki og þetta var líka versta forsetaræða sem ég hef nokkru sinni séð.”.
Kókaín í Hvíta húsinu
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump ræðir grunsemdir um hegðun Biden. Í viðtali við útvarpsmanninn Hugh Hewitt í síðasta mánuði gaf Trump til kynna að það gæti verið „eitthvað í gangi“ með Biden og gaf í skyn að eiturlyf gætu komið við sögu. Trump sagði í viðtali við Daily Mail:
„Ég held að það sem gerðist, þú veist, þetta hvíta dót, sem þeir fundu fyrir tilviljun, sem var kókaín í Hvíta húsinu, ég veit það ekki, ég held að eitthvað sé að gerast þarna.”
Krafa Trumps um lyfjapróf fyrir kappræðurnar endurómar afstöðu hans frá kosningabaráttunni 2020, þegar hann kallaði eftir því að Biden tæki lyfjapróf fyrir kappræður þeirra. Á þeim tíma lýsti Trump þeirri trú sinni, að Biden væri á einhvers konar lyfjum til að bæta frammistöðu sína.