Fallandi forseti

Gústaf SkúlasonErlent, KosningarLeave a Comment

Fyrrverandi forseti Donald Trump vekur athygli á versnandi vitrænni virkni Joe Biden og setti grín tónlistarmyndband á Truth Social reikninginn sinn á föstudaginn. Myndskeiðið má sjá hér að neðan, þar sem sjúkur húsráðandi Hvíta hússins ráfar um ruglaður og dettur.

Myndbandið er skopstæling við hið fræga lag rokklistamannsins Tom Petty „Free Fallin.“ Biden sést detta niður á sviðið, detta í tröppum Air Force One og reika stefnulaust um undir textanum „Keeps Fallin.“

Grínistinn Jimmy Failla gerði myndbandið sem fer um víðan völl á samfélagsmiðlum. Lagið er af plötu Failla „The More You Joe“ framleitt af „C’Mon Man Records.“

Textinn við lagið í lauslegri þýðingu:

„Hann er gamall gaur
með heilabilun,
getur ekki leitt okkur.

Landið er ruglað.
Lýgur mikið,
talar varla ensku,
þefar af börnum,
hár mömmu þeirra líka,

Fer í vitlausa hátt.
Þegar hann endar ræður sínar,
Týnist á hverjum degi.
Í garði Hvíta hússins.

Allir kratar segja
við ættum að kjósa hann aftur.
Hvernig getur hann unnið?
Þegar það erfitt að ganga?

Og Joe Keeps, (heldur áfram að detta, já hann heldur áfram að detta)
Heldur áfram að detta (heldur áfram að detta já hann heldur áfram að detta)
Og Joe heldur áfram (heldur áfram að detta já hann heldur áfram að detta)
Heldur áfram að detta (heldur áfram að detta já hann heldur áfram að detta).“

Í mars 2021 datt Biden þrisvar sinnum á leiðinni upp stigann um borð í Air Force One.

Í júní 2022 datt Biden á reiðhjóli, þegar hann stoppaði til að svara spurningum fréttamanna.

Í júní 2023 datt Biden á sviði útskriftarathafnar US Air Force Academy.

Í október 2023 datt hann þegar hann gekk upp tröppur til að flytja ræðu í Pennsylvaníu

Í skoðanakönnun eftir skoðanakönnun telur meiri hluti Bandaríkjamanna, þar á meðal kjósendur demókrata, að Joe Biden hafi ekki líkamlega hæfni eða andlega getu í annað kjörtímabil.

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð