Rán og ofbeldi stóreykst meðal unglinga og barna í Finnlandi

Gústaf SkúlasonErlent, RánLeave a Comment

Árið 2023 fjölgaði fórnarlömbum rána í Finnlandi um 17,5%  miðað við árið 2022. Mest var aukningin í aldurshópnum 5-11 ára þar sem fórnarlömb voru 48,1% fleiri en árið áður. Fórnarlömb rána á aldrinum 12-14 og 15-17 ára voru um það bil 30% fleiri en ári áður.

480% aukning 12 – 14 ára fórnarlamba frá 2018

Miðað við ástandið árið 2018 er fjölgunin geigvænleg. Fórnarlömbum á aldrinum 12 til 14 ára hefur fjölgað um 480% og um 180% á aldrinum 15 til 17 ára.

Á undanförnum árum hefur algengasti aldur þeirra sem grunaðir eru um líkamsárás lækkað verulega. Á árunum 2021-2023 var algengasti aldur hins grunaða 14 ár samanborið við 20 ár á árunum 2015-2019.

Þetta er að hluta til skýrt með breytingum á tilkynningum um ofbeldi þar sem skólum hefur til dæmis verið falið að tilkynna eineltis- og ofbeldismál til yfirvalda í meira mæli en áður. Jafnframt hefur tilkynningarskylda þeirra sem vinna með börnum verið aukin, þegar grunur leikur á ofbeldi.

Aldursbreytingin sést einnig á aldri fórnarlambanna. Árið 2023 fjölgaði yngri fórnarlömbum um rúman fimmtung miðað við árið áður. Miðað við árið 2018 hefur fórnarlömbum á aldrinum 12-14 ára fjölgað um tæp 140%.

Hlutfall innflytjenda miklu hærra

Aldur ræningja hefur einnig lækkað á undanförnum árum. Venjulega hefur aldur þeirra sem fremja rán yfirleitt verið 18 – 19 ára en árin 2022 og 2023 var hann kominn niður í 15 ár.

Nýjar tölur frá Hagstofu Finnlands sýna, að fólk með erlendan bakgrunn var mun oftar grunað um rán en Finnar.

Þeir grunuðu sem voru með erlendan bakgrunn voru yfirleitt yngri en þeir finnsku. Algengasti aldur grunaðra með finnskan bakgrunn var 18 ár á árunum 2021-2023. Aldur þeirra með erlendan bakgrunn var 15 ár.

Fólk með erlendan bakgrunn var oftar grunað um rán en Finnar. Hlutfall grunaðra 18 ára með finnskan bakgrunn er 25,8 af hverjum 10.000 manns. Samsvarandi hlutfall 15 ára með erlendan bakgrunn er 124,3.

Í algengasta aldurshópi grunaðra um rán eru nær fimm sinnum fleiri með erlendan bakgrunn en fólk með finnskan bakgrunn.

 

Skildu eftir skilaboð