Listinn yfir mistök og galla Emmanuel Macron Frakklandsforseta er of langur til að setja saman hér. Í stuttu máli má segja, að honum hafi tekist að snúa öllu lýðveldinu gegn sér og til og með eldri eiginkona hans, Brigitte, hefur misst þolinmæðina.
Macron fór nýlega til Marseille og hóf „herferð gegn mansali“ – en nýlega var eiturlyfjakóngurinn Mohamed Amra, öðru nafni La Mouche (flugan) „frelsaður“ úr fangelsi í blóðugum átökum, þar sem tveir fangelsisverðir voru drepnir.
Að neðan er dæmi úr bresku pressunni sem fer engum mjúkum höndum um sýningardreng glóbalismans og fyrrverandi Rothschild bankastjóra. Daily Mail greinir frá:
Óöld í Frakklandi undir tíð Macron
Frá því að Macron tók við embætti og lofaði nýrri sólaruppkomu fyrir land sitt hafa íslamskir vígamenn brennt kirkjur, myrt prest í messu og hálshöggvið kennara sem móðgaði múslímskan nemanda. Gyðingahatur hefur aukist um 300%. Ráðist var á minnisvarða helfararinnar í París og nýlega skaut lögreglan mann til bana sem var vopnaður hnífi og kveikti í samkunduhúsi í Rouen.
The Mail undirstrikar að París mun halda Ólympíuleikana 2024, sem væri stórkostlegt tækifæri fyrir Macron að sýna sig á alþjóðlegum vettvangi. En við höfum vitað það í nokkurn tíma, að öryggisfulltrúar „óttast að leikirnir muni einnig bjóða upp á vettvang fyrir hryðjuverkamenn og glæpamenn.“
Marine Le Pen líklegur arftaki Macrons á forsetastólnum
Glæpastarfsemi um allt land tekur á krafta lögreglunnar. Macron er eins kraftlítill og hann getur orðið. Stuðningur við þjóðarbaráttu Marine Le Pen heldur áfram að aukast. Skoðanakannanir benda til þess að Le Pen sé nánast örugg um að leysa Macron af hólmi í næstu forsetakosningum árið 2027. Útlitið er því töluvert annað núna fyrir leiðtogann sem í byrjun gaf von um breytt og betra ástand í Frakklandi.
Öllu hrakaði mjög fljótt. Á fyrstu mánuðum forsetatíðar sinnar lækkaði hann skatta á auðmenn og hækkaði skatta á eldsneyti sem er mikilvægt fyrir franska verkamenn. Það kveikti bál margra mánaða ofbeldisfullra mótmæla sem lauk eingöngu vegna lokana í Covid. Ár 2022 var hann endurkjörinn forseti til næstu fimm ára með miklu minni mun en áður. Flokkur hans missti valdastöðu sína á þingi.
Ástandið átti bara eftir að verða verra. Útbreiddar skotárásir og byssumorð í Marseille og víðar, frönskum hermönnum sem vísað var frá Afríku, næstum því borgarastyrjöld á franska yfirráðasvæðinu Nýju Kaledóníu, í Eyjaálfu.
Kennarinn reyndi að bæta ímynd forsetans með samlíkingu við Stallone
Svo gamli „leiðbeinandi“ hans og elskhugi grípur inn til að „bjarga deginum.“ Samtímis og Macron er í vandræðum, er hin 24 ára eldri eiginkona hans, Brigitte, svo pirruð að hún reynir að hreinsa burtu hátt setta ráðgjafa hans. Innherjar í París kalla þetta hefnd „Madame-vængsins“ í Élysée-höllinni.
Talið er að hún hafi staðið að baki nýjasta, ömurlega glæfrabragði forsetans, þegar opinber ljósmyndari Elysee tók myndir af Rocky Balboa eftir Sylvester Stallone að berja hnefaleikapokann sinn. Skilaboðin áttu að vera að forsetinn væri harður. En hnefaleikaaðdáendur sögðu að högg hans væru máttlaus.
Lofar að synda í Seine til að sanna að það sé hægt
Breska blaðið segir að Macron sé góður í að „flytja tilkynningar.“
Hvað varðar Ólympíuleikana hefur Macron eins og venjulega ýtt öryggisáhyggjum til hliðar. Eftir nýlega viðvörun um að Seine sé of menguð af skólpi til að hægt sé að synda í henni, þá lofaði Macron að skella sér í sund í ánni til að sanna að hún væri hrein. Það loforð hefur hann enn ekki uppfyllt. Þótt það verði erfitt fyrir París að jafnast á við London 2012, þá verða Ólympíuleikarnir kannski sigur fyrir Macron. Kannski verður glæpakóngurinn Mohamed Amra handtekinn aftur. Kannski getur Brigitte Macron komið einhverju viti í eiginmanninn. Hann er þrátt fyrir allt fyrrum nemandi hennar.