Undanfarið hafa stúdentar á háskólasvæðum í Bandaríkjunum hyllt Hamas gegn Ísrael. Hér er ekki um sjálfsprottin stúdentamótmæli að ræða, heldur eru 40-60 ára gamlir menn á svæðunum sem leiða mótmælin, halda á hljóðnemum og draga stúdentana með sér. Er um að ræða leiðtoga bandarískra múslíma sem hvetja til baráttu gegn Ísrael og hafa gert núna um nokkurra vikna skeið.
Í nýlegum þætti (sjá að neðan), þá ræðir Dr. Phil við Jonathan Schanzer aðstoðarforseta Varnarstofnunar lýðræðisríkja um mótmælin, hverjir taka þátt og hverjir standa að baki þessum að því virðist óhefta stuðningi fjölda námsmanna við hryðjuverkasamtökin Hamas. Schanzer segir að mótmælin séu ekki sjálfsprottin heldur vel skipulögð og stjórnuð mótmæli af samtökum múslíma eins og t.d. Bandarískra múslíma fyrir Palestínu og Íslamska félaginu fyrir Palestínu.
Schanzer segir að Osama Abu sé nafn sem oft komi upp. Hann vann áður fyrir Íslamska félagið fyrir Palestínu og var stefnt og sekur fundinn um að fjármagna og styðja hryðjuverkasamtök Hamas.
Fólk kallar eftir útrýmingu Ísraels, útrýmingu Bandaríkjanna og fyrir byltingu í báðum löndum. Þetta er sami áróðurinn og Hamas flytur. Sum samtökin eiga rætur allt aftur til 1988 eins og „The Holy Land Foundation” sem náði að senda 12 milljónir dollara til Hamas áður en þeim var lokað af FBI.
Politico greinir frá því að bakhjarlar mótmælanna séu þeir sömu og greiða mest fé í kosningasjóði Joe Biden Bandaríkjaforseta, þ.e.a.s. Soros, Rockefeller og Pritzker. Tveir þeirra fjármögnuðu mótmælin við Colombía háskóla og Tides stofnunin sem fjármagnað hefur ýmis mótmæli er rekin fyrir fé George Soros og þar áður af stofnun Bill and Melinda Gates.
The Jerusalem Post segir frá því, að alþjóða menntastofnun í Katar hafi lag niður að minnsta kosti 1,5 milljón dollara á „menntunarfrumkvæði í 28 háskólum í Bandaríkjunum ár 2012.” Katar eyðir um 405 milljón dollurum árlega í útbreiðslu íslams í sex bandarískum háskólum. Sjóðir í Katar fjármagna einnig starfsemi Múslímska bræðrafélagsins í róttækum námsmannasamböndum í Bandaríkjunum sem eru virk í mótmælum námsmanna gegn Ísrael. Allt skipulagt í tengslum við áróðursvél hryðjuverkasveita Hamas.
Hér að neðan má heyra viðtal Dr. Phil við Jonathan Schanzer.