Sænski herinn fenginn til að sprengja lífshættulega „umhverfisvæna“ strætisvagna

Gústaf SkúlasonErlent, UmhverfismálLeave a Comment

Strætisvagnar sem nota gas við keyrslu hafa sprungið og byrjað að brenna í Svíþjóð. Í Kalmarléni sprakk einn slíkur í fyrri viku. Forstjóri strætisvagna Kalmars lén, Mattias Ask, segir að allir slíkir vagnar hafi verið teknir úr umferð af öryggisástæðum. Þetta er þriðji strætisvagninn sem hefur sprungið í almennri keyrslu í Kalmar léni á einu ári.  Vagnarnir voru keyptir inn samkvæmt grænni innkaupastefnu og af sjálbærnisástæðum sem það besta fyrir umhverfið.

Kalmar lén tekur núna um 20 strætisvagna úr umferð og reynir að fá lánaða strætisvagna til bráðabirgða, þar til vandinn hefur verið leystur. Áður höfðu 50 vagnar verið teknir úr umferð og núna er bannað að nota þessa gerð strætisvagna.

Miðillinn Frjálsir tímar segir frá því að Kalmar lén hafi fengið aðstoð sænska hersins til að sprengja sundur lífshættulega strætisvagna til að koma í veg fyrir að vagnarnir geri það sjálfir með farþega um borð. Mun herinn sprengja sundur gastanka á 56 strætisvögnum sem hafa verið teknir úr umferð.

Ingemar Idh hjá slökkviliðinu segir við TT:

„Þetta kemur til með að heyrast!“

 

Sjá nánar hér, hér og hér

Skildu eftir skilaboð