Varar við nýrri heimsstyrjöld – verður verri en seinni heimsstyrjöldin

Gústaf SkúlasonErlent, StríðLeave a Comment

Heimurinn stendur frammi fyrir nýju stóru stríði og tíminn er líklega að renna út til að stöðva það.  Þessa aðvörun setur Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, fram í viðtali við Prva Srpska Televizija. Hann telur að sárafáir við völd vilji stöðva stigmögnunina.

Enn einn stjórnmálamaðurinn í Evrópu varar núna við því, að Úkraínudeilan muni stigmagnast í þriðju heimsstyrjöldina. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, óttast að það verði enn þá verra en seinni heimsstyrjöldin. Að sögn Vucic er örlítill tími tími til stefnu til að koma í veg fyrir alheimsstríð. En fáir vilja stöðva það.

„Hlutirnir munu stöðugt versna” segir forsetinn og bendir á að það gæti endað með meiri hörmungum en seinni heimsstyrjöldin. Alexander Vucic segir:

„Þegar stríðsvélin er komin í gang, þá mun hún halda áfram. Þeir sem bera ábyrgð verða strax að komast til vits og ára og hætta að kenna aðeins hinum aðilanum um, annars bíður hörmungin.”

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð