Forsetaviðtalið: „eina leiðin til að ná friðarsamningum sé í gegnum forsetaembættið“

frettinInnlent, Kosningar, ViðtalLeave a Comment

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er gestur Margrétar Friðriksdóttur í Forsetaviðtalinu á Fréttin.is.

Ástþór er mikill baráttumaður og flestum landsmönnum kunnugur. Hann hefur barist fyrir heimsfriði í meira en tvo áratugi.

Friðarmál báru að sjálfsögðu efst á góma í viðtalinu. Mörgum þykir undarlegt hvernig Ástþór hefur ítrekað verið útskúfaður úr kosningasjónvarpi og iðulega vísað þar í skoðanakannanir af meginstraumsmiðlum, við fórum ítarlega yfir þessi mál, og hvernig vegið er að lýðræðislegum grundvallarreglum þar sem frambjóðendum er mismunað. Ásþór spyr sig hvernig frambjóðendur geti tekið upplýsa ákvörðun, þegar að þeir eru vísvitandi þaggaðir niður af meginstraums og ríkismiðlinum.

Ástþór segir að það þurfi mikinn kjark til að brjóta þennan ís að ganga til friðarviðræðna, og telur hann engan betur til þess fallinn nema hann sjálfann, hann búi yfir reynslunni og ástandið hafi aldrei verið eins eldfimt og nú. Eina leiðin til að ná friðarsamningum sé í gegnum forsetaembættið.

Ásþór segir núverandi og fv. ráðamenn hafa niðurlægt íslenska þjóð með þátttöku í stríði, hann nefnir Írak stríðið, og var honum m.a. hótað 16 ára fangelsi fyrir að vara við stuðning við stríðið.

Það er verið að ganga erinda vopnaframleiðanda í Bandaríkjunum, og Ísland eitt öflugasta skotmarkið ef að brýst út stríð á milli Nató og Rússlands.

Viðtalið í heild má sjá hér neðar:

Við biðjumst velvirðingar á titringi í myndbandi Margrétar megin, tæknin var eitthvað að stríða okkur að þessu sinni.

Skildu eftir skilaboð