Ljós á upplýstri öld

frettinInnlendarLeave a Comment

Í þessari grein fjallar Kristinn Sigurjónsson efna- og rafmagnsverkfræðingur um mismunandi ljósgjafa og ljósið frá þeim. Í næstu grein mun hann fjalla um áhrif ljós á líkamann og lífsklukkuna.

Ljós gert með hita

Hér áður fyrr var allt ljósmeti gert með hita, fyrst með venjulegum kyndlum og kertum (grútarljós, þar sem eldsneytið var grútur, lsisdreggjar). Edeson fann upp glóðarperuna og þannig var hægt að nota rafmagn til að mynda ljós. Var þetta megin notkun rafmagns og var rafmagnið selt með því að selja glóðaperuna.

Þegar ljós er myndað með hita þá fer fyrsta orkan í það að hita hlutinn (glóðarþráðinn) án þess að nokkuð ljós myndist, við enn meiri hita fer svo hluturinn að lsa (glóa, rauðleitu og hlju ljósi) og eftir því sem hann verður heitari því stærri hluti orkunnar fer í ljós og ljósntnin batnar (lumen/ watt, lumen, lm, mælistærð á ljósi og watt, W, mælistærð á afli [orku]). Með því að nota halógengas er hægt að láta glóðarþráðinn verða heitari (halógen perur) og við það batnar ljósntnin verulega, fer úr ca. 7 lm/W í 10 lm/W.

Hvítt ljós

page1image50901392

Augað greinir bara þrjá liti, rauðan, grænan og bláan (RGB). Þegar
þeir eru í réttum hlutföllum virðist ljósið vera hvítt. Nú þurfa þessir
litir ekki allir a
ð vera til að augað skynji ljósið sem hvítt, en almennt
þurfa þeir að ná breiddinni frá rauðu, grænt yfir í blátt. Þannig var
það bylting þegar bláa díóðan uppgötvaðist, því þá var hægt að nota
nokkrar ljósdíó
ður til að fá hvítt ljós og í kjölfarið komu LED skjáir og
voru Nóbelsver
ðlaunin 2014 veitt vegna bláu LED díóðunnar. Litur ljóssins fer eftir bylgjulengd

þess, þannig er rauður með lengstu bylgjulengdina af snilega ljósinu (800 nm og orkuminnsti liturinn) og blár með þá stystu (400 nm orkumesti liturinn).

Hlutur sem er glóandi, hefur ljósrauðleitan lit, en mismunandi eftir því hversu heitur hluturinn er. Því hefur verið búinn til mælikvarði á „lit“ hvíta ljóssins sem segir til um litinn sem glóandi

page1image50908624

hlutur lýsir og er þetta gjarnan kallað litarhitastig, og fer frá 1700 K (Kelvin hitastig) og upp í 8800 K en þá er liturinn orðinn nokkuð bláleitur eins og himinn. Þessum litum hefur líka verið gefið nafn eins og Warm White (2700 - 3000 K), Cool White (3000 - 5000K) Day White (5000 - 6500 K) og Sky White (6500 - 8800 K)

Þessi nafnaflokkun er ekki stöðluð, en flestir peruframleiðendur eru farnir að gefa upp litahitastig K. Hægt er að fá flúorisent ljósrör með mismunandi liti.

Þar sem halógenperur eru nokkuð heitari en gömlu glóðarperurnar þá er litahitastig þeirra hærra, allt að 4000 K og hún því bjartari og með blárra (köldu) ljósi en gamla glóperan.

Í reynd er því lítill eðlis munur á því sem kallast glópera og halógenpera. Evrópusambandið bannaði svo glóperuna vegna lélegrar ljósntni. (lm/W). Þegar þessar pera eru tengd við „dimmer“ þá kólnar hún og ljósið minnkar, en mest á bláa enda litrófsins og birtan verður rauðleitari og hlrri (warm white).

Nlsingartækni

Hægt er að mynda ljós með því að láta rafeindir hoppa á milli orkusvæða (hvela) í sameindinni og þá sendir hún frá sér ljós með lit sem samsvarar orkubilinu. Ljósið verður ekki til vegna hita, því fer lítil orka í þessi efni og því hafa þau miklu hærri ljósntni og þekkjum við þau sem flúorperur sem eru gjarnan í skólum og vinnustöðum. Þessir ljósgjafar kallast líka „úrhleðsluljós“ og eru líka algeng í götuljósum, m. a. í rauðleitu götuljósunum. Ljósntni þeirra er margfalt betri en halógenpera eða, 70-100 lm/W. Sökum þess að liturinn er háður efninu, en ljósstyrkurinn er háður fjölda rafeinda, þá breytist liturinn ekki þegar ljósið er dempað, það eru bara færri rafeindir sem hoppa á milli orkusvæða, en liturinn er sá sami.

Eins og kom fram hér áður þá hafa komið fram ljósdíóður (LED, Light Emitting Diod) sem byggjast á hoppi rafeinda á milli orkusvæða. Bilið á milli orkusvæðanna er háð efninu, en þar eru mörg atóm í föstu efni, er hægt að hliðra því með íblöndunarefnum og með því að velja saman díóður sem lsa með mismunandi lit má fá hvítt ljós með nánast hvaða lit sem er. Það eru til LED perur með mismunandi díóðum og með því að lsa þeim með mismunandi styrk er hægt að fá hvaða lit sem er. Þetta sést best á LED jólaseríum. Allt frá warm white ( 2000 K) og upp í „frosti“ ( 6000 K) Hægt er að fá þessi ljós dimmanleg en þar sem orkubilið er háð efninu þá breytist liturinn ekki, þó ljósið minki eins og hjá glóðarperum (halógenp.) Þetta þekkjum við þegar ljósið er minnkað á tölvuskjánum (LED skjá) Á kvöldin þegar við viljum hafa það náðugt og viljum dempa ljósin þá viljum við hafa þau hlog rauðleit (2000 K). Því eru flest LED ljós warm white (2700 K) því það þykir undarlegt að hafa dauft bláleitt og kalt ljós. Það er þó rétt að geta þess að til eru dimmanleg LED ljós með tveim mismunandi díóðum, þar sem bláa ljósið er minnkað meira en það rauða og þá verður ljósið rauðleitara (hllegri), þegar horft er inn á díóðurnar (með slökkt) þá sjást mismunandi díóður. Þessi ljós kallast frá einum framleiðanda warmglow

Ljósntni LED ljósa er komin upp í 200 lm/W, en það er miðað við sjálfa díóðuna, en það er rafeindabúnaður sem breitir húsarafmagninu í rétt rafmagn fyrir díóðuna og því verður ljósntnin nokkuð minni. Það er orðið nokkuð algengt að fá LED ljós í dag með ljósntnina 100 lum/W og orðin því sambærileg og jafnvel betri en önnur úrhleðsluljós eins og flúrljós.

Nánast öll ljós í dag (LED ljós) eru með litahitastigið 2700 - 3000 K því þau henta betur þar sem fólk vill dempa ljós og eru auk þess hlog „kósi“ Þegar valið er ljós við baðspegla er rétt að hafa litahitastigið nær 4000 K svo það líkist dagsbirtunni.

Kristinn Sigurjónsson
efna- og rafmagnsverkfræ
ðingur

Skildu eftir skilaboð