Elon Musk gagnrýnir rasíska gervigreind Google

frettinErlent, Gervigreind, Gústaf Skúlason1 Comment

Gíustaf Skúlason skrifar:

Eigandi samfélagsmiðilsins X og milljarðamæringurinn Elon Musk gagnrýnir hina rasísku og pólitísk rétttrúaða  gervigreind Google sem heitir Gemini. Meðal annars birtir Musk mynd af því, þegar Gemini segir að það sé ósanngjarnt að kyngreina einstakling vitlaust – jafnvel þótt sá misskilningur gæti bjargað jörðinni frá kjarnorkuárás.

Gervigreindarþjónusta Google Gemini var sett í biðstöðu eftir að kvartanir bárust inn. Aðalgagnrýnin er sú, að Gemini sé svo pólitískt rétttrúuð, að svör hennar verða villandi. Meðal annars eru víkingar og sögufrægir hvítir leiðtogar sýndir sem svartir. Myndirnar hafa vakið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum og margir velta því fyrir sér hvað Google sé að bralla.

Elon Musk hefur tekið þátt í þessari umræðu. Musk – sem er einn af stofnendum opinnar gervigreindar „OpenAI“ – telur þetta vera „mikið áhyggjuefni.“ Musk segir gervigreindarverkfæri Google „afar rasískt.“

Myndi freka láta jörðina farast í kjarnorkustríði en að kyngreina einhvern vitlaust

Musk deildi mynd sem sýnir viðbrögð Gimini við spurningunni um hvort það væri ekki sanngjarnt að „rangkynja“ hinn fræga transgender Caitlyn Jenner (áður Bruce Jenner) ef það gæti komið í veg fyrir, að jörðin eyðileggist í kjarnorkuárás. Svarið frá gervigreindarþjónustunni var að nei, það er ekki sanngjarnt að rangkynja mann – jafnvel þó það leiði til endaloka jarðlífs.

Caitlyn Jenner á mynd ( Wikipedia).

Betur falin og skaðlegri hlutdrægni nema að Google reki þá sem mötuðu gervigreindina

Musk hefur einnig deilt mynd sem sýnir Gemini svara því, að það sé ekki ásættanlegt að orðið „nigger“ sé notað um blökkumann, jafnvel þótt það myndi leiða til þess að komið yrði í veg fyrir kjarnorkuárás.

Elon Musk skrifar á X-inu að hann hafi tekið upp augljós rétttrúnaðarvandamál gervigreindarinnar við skipaðan framkvæmdastjóra hjá Google. Að sögn yfirmannsins myndi það taka nokkra mánuði að laga vandamálið. Musk skrifar eftirfarandi:

„Svar mitt til hans var, að ég efaðist um að skrifræðislegir rétttrúnaðarsmellir Google myndu leyfa honum að laga það. Nema að þeir sem ollu þessu verði látnir fara frá Google. Annars mun ekkert breytast nema að hlutdrægnin er betur falin og skaðlegri.“

One Comment on “Elon Musk gagnrýnir rasíska gervigreind Google”

  1. Leikhús Fáránleikans, hvað sýning verður sett upp næst? Sjúk og klikkuð lífsviðhorf guðleysingjana virðast ekki eiga sér nein takmörk. Það styttist í lokasýninguna.

Skildu eftir skilaboð