Hvíta húsið íhugar að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum

Gústaf SkúlasonErlent, Loftslagsmál2 Comments

Bloomberg greinir frá því, að Hvíta húsið íhugi að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum – til að hrifsa til sín enn frekara alríkisvald.

Ríkisstjórn Biden hefur aftur tekið upp viðræðurnar um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Að sögn Bloomberg á það að „opna“ fyrir víðtækara alríkisvaldi stjórnvalda.

Neyðarráðstöfun myndi til dæmis gera það mögulegt að takmarka útflutning á hráolíu, hætta borunum og „hægja á losun gróðurhúsalofttegunda“ skrifar Bloomberg.

Að sögn CBS News þýðir þetta, að forsetinn fengi nánast samstundis aukið vald en á sama tíma gætu fréttir af hugsanlegu neyðarástandi í loftslagsmálum skapað óvissu meðal hlutaðeigandi fyrirtækja.

Breska The Telegraph bendir á að þetta væri virkilega ömurleg og hættuleg leið til að stjórna Bandaríkjunum:

„Að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum myndi leyfa forsetanum og stjórn hans, sem þegar hefur seilst langt inn á harðstjórnarsvæði með harðri reglusetningu og metfjölda fyrirskipana, að grípa til enn frekari valds til að hindra innlendan olíu- og gasiðnað sem hefur reynst ótrúlega seigur.“

2 Comments on “Hvíta húsið íhugar að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum”

  1. Ætli karl uglan hann Joe Biden hafi leyst vind, mér dettur ekkert annað í hug sem skýringu fyrir þessu neiðarástandi?

Skildu eftir skilaboð