Þannig mun Danmörk refsa bændum sínum í nafni loftslagsins

Gústaf SkúlasonErlent, Kolefniskvóti, LoftslagsmálLeave a Comment

Þrátt fyrir að bændamótmæli hafi verið haldin víða um Evrópu undanfarin misseri, þá kjósa Danir að hunsa vilja fólksins. Núna gæti Danmörk orðið fyrsta landið í heimi til að leggja „loftslagsskatt“ á landbúnaðinn. Samkvæmt dósent í hagfræði gæti það orði vegvísir fyrir Evrópusambandið.

Bændur í Evrópu hafa um langt skeið mótmælt skorti á haldbærum forsendum fyrir rekstri bændabýla. Benda þeir á hátt eldsneytisverð, óeðlilegar loftslags- og umhverfiskröfur og flókið skriffinnskukerfi sem tekur tíma frá framleiðslustörfum.

Sænska sjónvarpið, SVT, greinir frá því, að Danir kunni að verða fyrstir í heiminum til að taka upp loftslagsskatt á landbúnaðinn. Fullyrða loftslagsváboðarnir að landbúnaðurinn standi fyrir þriðjungi af heildarlosun koltvísýrings í Danmörku og markmiðið er að draga úr losun um 70% fyrir 2030 (viðmiðunarár 1990).

Dönsk stjórnvöld vonast til þess að nýji skatturinn þvingi bændur til að draga úr losun. Ef bændur – og fyrirtæki landsins – geta ekki staðið við losunarmarkmiðin, þá verða þau að borga fyrir það. Stjórnvöld segjast samt vonast eftir því, að þau sjálf geti boðið upp á „loftslagsvæna tækni til að auðvelda bændum.“

Ný stefna til að ná í peninga

Að sögn Mark Brady, dósents í hagfræði, er tillaga dönsku ríkisstjórnarinnar einstök:

„Landbúnaður hefur yfirleitt ekki orðið fyrir barðinu á losunargjöldum eins og aðrar atvinnugreinar. Þess í stað hefur bændum verið greitt fyrir að draga úr losun sinni með ýmsum umhverfisstyrkjum.“

„Pólitísk hræðsla hefur ríkt við að reka bændur í þrot, það komi mjög illa niður á einstaklingum miðað við atvinnugreinar sem reknar eru af stórum fyrirtækjum með meiri möguleika á að standa undir kostnaði.“

ESB gæti tekið notað tækifærið til að koma á loftslagsskatti á allan landbúnað aðildarríkjanna

Brady segir ekki útilokað að loftslagsskattur verði lagður á af Evrópusambandinu, jafnvel þótt stjórnmálamenn ESB hafi þegar verið harðlega gagnrýndir af bændum fyrir að gera líf þeirra óbærilegt með háum gjöldum og reglugerðarfargani.

Dósentinn telur hins vegar ekki að loftslagsskatturinn passi fyrir Svíþjóð:

„Sænskur landbúnaður stendur fyrir broti af heildarlosun ESB í landbúnaði og skilyrði okkar til að keppa á heimsmarkaði eru mun verri. Ef það á að hafa áhrif á loftslagið, þá þarf að skera niður alls staðar innan ESB og koma á jöfnun svo losunin fari ekki til útlanda í staðinn til dæmis í formi skatts á innfluttar vörur.“

Skildu eftir skilaboð