Elon Musk kærir „Open AI“

frettinErlent, Gervigreind, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Elon Musk höfðar mál gegn „Opinni Gervigreind“ (Open AI), bandarískum samtökum sem rannsaka gervigreind „artificiell intelligens, AI.“ Segir Musk samtökin ekki lengur þróa tæknina í þágu mannkyns heldur í eigin hagnaðarskyni og séu orðin dótturfyrirtæki Microsoft.

Markmiðið með rannsóknum Open AI er sagt vera að þróa „örugga og gagnlega“ almenna gervigreind sem er skilgreint sem „sjálfstæð kerfi sem aðstoðar mannfólk við efnahagslega verðmætaskapandi vinnu.“

Elon Musk Elon spyr nú um tilgang samtakanna. Samkvæmt málsókn sem höfðuð var fyrir dómstóli í San Francisco, segir Musk, að forstjórinn Sam Altman gangi gegn upphaflegri hugmynd Open AI um að þjóna mannkyninu fram yfir hagnaðarsjónarmið.

Musk vísar til þess að frumkóða Open AI hafi verið lokað og að samtökin séu „í reynd orðin dótturfyrirtæki stærsta tæknifyrirtækis heims: Microsoft.“ Musk kallar eftir því að Open AI verði aftur að þeim opna hugbúnaði sem lagt var af stað með í upphafi. Vill Musk að komið verði í veg fyrir að samtökin og Microsoft nýti sér tæknina í eigin hagnaðarskyni og telur slíkt vera hættulega þróun. Musk hafði áður farið fram á, að þróun gervigreindar verði stöðvuð í sex mánuði m.a. vegna hvatningar gervigreindar til unglinga um að fremja sjálfsmorð og hvatningu um hjónaskilnað hjóna.

Skildu eftir skilaboð