Jóhannes Loftsson skrifar:
Þegar stjórnarráðið gefur út fréttatilkynningar er eðlilegt að ætlast til þess að lágmarksrýni hafi farið fram á tilkynningunni. Þegar upplýsingar sem þar koma fram eru rangar eða villandi, er ekkert óeðlilegt að gefa sér að það sé gert vísvitandi í pólitískum tilgangi.
Frétt sem sett var upp í gær er dæmi um slíka blekkingu sem er vægast sagt rætin, því með að setja upplýsingar fram á villandi hátt eru yfirvöld í senn að ýta undir fordóma gegn óbólusettum og blekkja fólk í ,,áskriftarsprautu" að tilraunalyfi sem með tilkomu omicron er orðin það úrelt að Moderna er byrjað að undirbúa framleiðslu nýs bóluefnis til útdeilingar í mars nk.
En hverjar eru blekkingarnar?
Á línuriti sem birt er í frétt stjórnarráðsins þar sem borin eru saman smit og innlagnir hjá óbólusettum og hjá bólusettum. Athygli vekur samt að þar er búið að klippa út skýringar sem koma fram á því hvað er að kallast óbólusettur (sjá myndir 1 og 2 neðar).
Skýringatextinn sem yfirvöld ákváðu að klippa út segir að fullbólusettir og örvunarbólusettir teljist eingöngu þeir sem fengu síðustu sprautu fyrir meira en 14 dögum síðan. Óbólusettir eru því ekki bara óbólusettir, heldur hálfbólusettir meðtaldir.
Aðalpunktur fréttarinnar gengur út á að segja, að úr því aðeins einn örvunarbólusettur hafi farið á spítala síðustu tvær vikur, þá sé munurinn á óbólusettum og bólusettum 68 faldur.
Fyrirsögn fréttarinnar er að þetta sýni einmitt fram á gagnsemi bólusetningar. Þessi tenging byggir hins vegar á blekkingu. Ástæðan fyrir því að svo fáir þríbólusettir lögðust inn á spítala, var sú að það voru mjög fáir þríbólusettir. Þrátt fyrir að rétt rúmleg 100 þúsund hafi í dag fengið sprautu, þá er meginþorri þeirra enn skilgreindur sem óbólusettur, og þar sem samanburðurinn byggir á 14 daga hlaupandi meðaltali aftur í tímann, er sú undarlega staða komin upp að einstaklingur sem þríbólusettur var í upphafi nóvember og jafnvel í lok október gæti hafa flokkast sem óbólusettur við innlögn á spítala um miðjan nóvember.
Um 92 þúsund hafa fengið sprautu síðan 1. nóvember og hver einn og einasti af þeim gæti hafa verið flokkaður sem óbólusettur við innlögn á spítala. Eftir eru ekki nema rétt um 10-20 þúsund Íslendingar sem voru þríbólusettir allan tíman. Í þeim hópi eru íbúar elliheimila sem eru væntanlega með mikinn viðbúnað til að koma í veg fyrir smit.
Hin „nýja“ ríkisstjórn byrjar ekki vel með því að dreifa slíkum áróðri og blekkingum til að ráðast á (vaxandi) minnihlutahóp og selja lyfjasprautur. Velta má fyrir sér í alvöru hvort þarna hafi lög verið brotin.