70 börn í Maryland fengu fyrir mistök útrunnið bóluefni – þurfa endurbólusetningu

frettinErlent

Sjötíu börn sem voru bólusett gegn COVID-19 í Maryland í Bandaríkjunum fengu útrunna skammta vegna mistaka við geymslu lyfjanna, segja heilbrigðisfulltrúar.

Heilbrigðisyfirvöld í sýslunni Prince George í Maryland sögðu í fréttatilkynningu sl. fimmtudag að börnunum, sem voru á aldrinum 5-11 ára, stafi ekki hætta af skömmtunum og einkareknar heilsugæslustöðvar munu hjálpa til við að endur-
bólusetja börnin.

Fyrsti eða annar skammtur af Pfizer bóluefninu sem börnin fengu þann 26. nóvember höfðu runnið út tveimur dögum áður og voru óvart geymdir í kæli með nothæfum bóluefnum, samkvæmt tilkynningunni.

Heilbrigðisfulltrúar sýslunnar í samráði við Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC), heilbrigðisráðuneytið í Maryland og Pfizer leituðu leiða til bregðast við mistökunum.

„Það er áanægjulegt þegar allir eru sammála, og allir voru sammála um að útrunna bóluefnið myndi ekki skaða heilsu barnanna,“ sagði Dr. George L. Askew, yfirmaður heilbrigðis-og menntamála í Prince George County í Maryland, við The Washington Post.

„En allir voru líka sammála um að efnið veitti ekki fulla vernd og börnin ættu því að fara í endurbólusetningu.

Askew sagðist vera vongóður um að mistök eins og þessi muni ekki valda foreldrum meiri áhyggjum varðandi bólusetningar barna sinna.

Sambærileg mistök áttu sér stað í Maryland í nóvember en þá fengu um 100 börn óvart útþynnta skammta.

U.S. News og fleiri voru með fréttina.