Fjöldi fólks mætti við Stjórnarráðið í gær til að taka þátt í friðargöngunni sem farin var til að mótmæla Covid bólusetningum barna.
Margir þátttakenda báru blys, kerti og mótmælaspjöld. Þá var gangan leidd með spili úr hátalara þar sem spilaðar voru spurningar um margt sem tengist tilraunaefnunum og ekki enn hefur verið svarað. Einnig var spilaður hluti úr mjög svo umtöluðu viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu við Óskar Reykdalsson forstjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Gengið var upp Hverfisgötu og niður Laugaveg, vestur Austurstræti að Ingólfstorgi og endað við Alþingishúsið. Eftir því sem á gönguna leið bættist sífellt í hópinn og þegar gengið var niður Laugaveginn og Austurstræti var gangan lang fjölmennust eða um 300 manns þegar mest lét.
Töluvert var um það að fólk sem keyrði framhjá eða átti leið hjá göngunni lyfti höndum í baráttuskyni og til stuðnings málstaðnum. Greinilegt er að málstaðurinn á mikinn stuðning víða og hann birtist ekki eingöngu í þeim aukna fjölda fólks sem er tilbúið að ganga saman í friði fyrir börnin í landinu.
Stutt myndbönd fylgja, smellið hér og hér.