Undirskriftarsöfnun fjarlægð af Change.org eftir nokkra klukkutíma

frettinErlent

Undirskriftasöfnun sem hópurinn Verndum börnin stóð fyrir hjá Change.org var fjarlægð af bandaríska fyrirtækinu sem sérhæfir sig í að vekja athygli á ýmsum réttindabaráttum með "online"undirskriftarsöfnunum og internet áskorunum víða um heim.

Stofnanda söfnunarinnar var tilkynnt um að málefnið hafi verið tekið niður eftir að hafa staðið þar í 8 klukkustundir en yfir 500 manns voru búnir að skrifa undir. Fyrirtækið ber því við að málefnið samræmist ekki reglum félagsins. En hópurinn er að mótmæla tilraunabólusetningum barna með efni sem er enn á tilraunastigi og engin reynsla er komin á varðandi langtímaáhrif.

Tilkynninguna frá Change og auglýsinguna frá Verndum börnin sem var einnig fjarlægð má sjá hér að neðan.


ImageImageImageImage