Birkir Blær sigraði í sænska Idol

frettinErlent

Tón­list­armaður­inn Birk­ir Blær Óðins­son sigraði í kvöld í sænsku Idol söng­keppn­inni eft­ir æsispenn­andi og glæsi­lega úr­slita­keppni. Keppn­in var sýnd á sænsku sjón­varps­stöðinni TV4.

Birk­ir og Jacql­ine Moss­berg Moun­kassa kepptu til úr­slita í kvöld og þóttu bæði standa sig afar vel.

Dag­skrá út­send­ing­ar­inn­ar var þétt­pökkuð af fyr­ir­mynd­ar­flutn­ing­um. Sam­an tóku þau lagið The Days eft­ir plötu­snúðinn og tón­list­ar­mann­inn Avicii sem lést árið 2018.

„Ég er svo þakklátur öllum þeim sem kusu Íslending. Ég er svo stoltur,“ sagði Birkir Blær við fjölmiðla eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð.

„Ég hef lært svo svo mikið á þessu, ekki síst nýtt tungumál. Þetta er draumur sem hefur ræst,“ bætti hann við.

Þá segir hann keppinaut sinn, Jacqueline Mossberg Mounkassa, vera frábæran listamann og að hann hafi haldið að það yrði hún sem myndi fagna sigri að keppni lokinni.

Keppendurnir fluttu þrjú lög til að heilla sænska kjósendur. Fyrsta lag Birkis Blæs var All I Ask eft­ir Adele, annað var It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless sem keppendurnir fluttu báðir.

Allt ætlaði um koll að keyra á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar þegar tilkynnt var að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson hafi sigrað sænska Idolið árið 2021. Myndband af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum hér að neðan á Vísir.