Lögmaðurinn, fv. héraðsdómarinn og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson átti fund í vikunni með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um heilsufrelsi og valdboðsstefnu sem vestræn ríki framfylgja nú í auknum mæli gagnvart borgurunum.
Á fundinum afhenti Arnar Þór forsetanum bréf í þeirri von að hann og aðrir embættismenn missi ekki sjónar á grunngildum lýðveldisins í því óöryggi sem nú gætir.
Arnar segir að ef þvinga á fólk í bólusetningu í skiptum fyrir ,,frelsi" þá verðum við að horfast í augu við að ástandið hefur nú staðið yfir í næstum tvö ár og almenningur þarf að fá raunsæja langtímastefnumörkun í stað þess að finna að alltaf sé verið að bregðast við nýjum ótta. Eða snýst þessi atburðarás mögulega um eitthvað annað en þessa veiru?
Er verið að breyta hér stjórnarfarinu undir yfirskini sóttvarna, án þess að við áttum okkur á hvað er að gerast? Fæstir sem ég tala við skynja þá hættu sem of mörg vestræn lýðræðisríki eru nú að falla fyrir. Vonandi tekst íslensku samfélagi að vera leiðandi og til fyrirmyndar hvað varðar samstöðu og gagnkvæman skilning. Ég hef fulla trú á forseta og öðrum ráðamönnum þjóðarinnar til að leiða okkur út úr þeim ógöngum sem við erum komin í, segir Arnar.
Bréfið og færslu Arnars Þórs má sjá hér að neðan.