Fjölnir Geir Bragason látinn

frettinInnlendar

Fjölnir Geir Braga­son, betur þekktur sem Fjölli Tattoo, er látinn. Fjölnir hefur verið einn þekkasti húð­flúrari Ís­lands um ára­raðir og þótti ein­stak­lega fær í sínu fagi. Fjölnir hefur einnig verið á­berandi í ís­lensku sam­fé­lagi á síðustu árum fyrir ein­stakt lífs­hlaup sitt.

Vinir og ættingjar Fjölnis minnast hans með fal­legum orðum á Face­book síðu hans í dag og er ljóst að hann hefur snert hjörtu margra.

Andlát Fjölnis virðst hafa borið brátt að því í gærkvöldi setti hann inn skemmtilegt ljóð sem má sjá hér að neðan, en Fjölni var ýmislegt til lista lagt fyrir utan að vera góður húðflúrari.

Fjölnir var fæddur þann 5. febrúar árið 1965 og var því 56 ára gamall þegar hann lést, hann skilur eftir sig þrjá syni.

Hér að neðan má sjá vini og vandamenn minnast Fjölnis með hlýjum orðum.

Frettin.is sendir aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.