Dóra setur Íslandsmet í langlífi

frettinInnlendar

Dóra Ólafs­dótt­ir á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli í Reykja­vík hef­ur nú náð hærri aldri en nokk­ur ann­ar hér á landi. Dóra er fædd 6. júlí 1912 í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu og er því orðin 109 ára og 160 dög­um bet­ur.

Jens­ína Andrés­dótt­ir á Hrafn­istu í Reykja­vík átti áður Íslands­metið, 109 ár og 159 daga, en hún lést vorið 2019. Þetta kem­ur fram á Face­book-síðunni Lang­lífi sem Jón­as Ragn­ars­son rit­stýr­ir. 

Þar seg­ir, að í rúma fjóra ára­tugi starfaði Dóra sem talsíma­kona hjá Landsím­an­um á Ak­ur­eyri. Þórir Áskels­son eig­inmaður henn­ar var sjó­maður og seglasaumari. Hann var áhugamaður um ís­lenskt mál og vin­ur Davíðs Stef­áns­son­ar skálds.

Þórir og Dóra voru gef­in sam­an í hjóna­band 15. fe­brú­ar 1943, bæði um þrítugt. Þau bjuggu á Norður­götu 53. Þórir dó í des­em­ber 2000, 89 ára. Þegar Dóra var hundrað ára flutti hún til Áskels son­ar síns í Kópa­vogi en Ása dótt­ir henn­ar býr í Banda­ríkj­un­um. Síðar sama ár fór Dóra á Skjól.

Þá seg­ir, að Dóra sé átt­undi elsti íbúi á Norður­lönd­um, elst er sænsk kona sem er rúm­um fjór­um mánuðum eldri. Aðeins einn Íslend­ing­ur hef­ur ná hærri aldri en Dóra. Það er Guðrún Björg Björns­dótt­ir sem var á fjórða ári þegar hún flutti með for­eldr­um sín­um frá Vopnafirði til Vest­ur­heims og var orðin 109 ára og 310 daga þegar hún lést, í ág­úst 1998, á dval­ar­heim­il­inu Betel í Gimli í Manitoba í Kan­ada. Dóra get­ur bætt það met í maí á næsta ári.

Facebook síðan langlífi birti tilkynningu í morgun sem má sjá hér að neðan eða með því að smella hér.