Hreinn Loftsson segir af sér sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra

frettinInnlendarLeave a Comment

Hreinn Loftsson hefur sagt af sér sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í ráðherratíð hennar í dómsmálaráðuneytinu og tók boði Jóns Gunnarssonar, nýs innanríkisráðherra, að halda áfram sem aðstoðarmaður ásamt Brynjari Níelssyni.

„Þegar ég tók við starfi sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, fyrir rétt rúmum tveimur árum lét ég þau orð falla að ég liti á það sem mikinn heiður og faglega áskorun að taka að mér þetta verkefni. Árin hafa svo sannarlega verið viðburðarík. Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins,“ segir hann í yfirlýsingu sinni.

„Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“

Ekki kemur fram ástæðan fyrir afsögn Jóns en Áslaug Arna þakkar honum fyrir gott samstarf í athugasemd.

„Það var algjörlega einstakt að fá að vinna með þér þessi tvö ár í ráðuneytinu. Þú reyndist mér afar vel. Við getum verið stolt af mörgu. Hlakka til að sjá þig sem fyrst,“ segir hún.


Skildu eftir skilaboð