Magnús Karl Magnússon prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og starfsmaður Íslenskrar Erfðagreiningar og Frosti Sigurjónsson fyrrverandi alþingismaður skrifa sína á milli á facebook. Málið snýst um skrif Magnúsar Karls þar sem hann gerir athugasemdir við mótmælagöngu sem fram fór í gær gegn Covid tilraunabólusetningum á börnum. Magnús segir það sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum. Frosti Sigurjónsson segir prófessorinn hafa rangt fyrir sér.
Magnús skrifar þá bréf til Frosta sem má lesa hér:
Frosti Sigurjonsson leyfir ekki koment á Facebook síðu sinni frá mér (sennilega af því ég er ekki vinur hans þar). Ég ætla því að svara honum hér á minni síðu. Fyrst kemur færsla Frosta af síðu hans og hér að neðan kemur síðan svar mitt (hann getur svarað hér ef hann kýs)
Frosti segir á síðu sinni orðrétt:
"„Það er svo sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum en þegar þær eru gerðar þarf að gæta sérstakrar varúðar. Slíkar tilraunir þarf að gera til að tryggja börnum nýjar meðferðir og ný bóluefni til að fyrirbyggja sjúkdóma. En nú erum við svo heppin að þessar tilraunir liggja fyrir. Þær eru afdráttarlausar,“ skrifar Magnús Karl."
Þetta er alrangt hjá prófessornum eins og hann getur séð í þeirra rannsókn sem hefur farið fram á vegum sjálfs framleiðandans. Í henni er beinlínis varað við að rannsóknin hafi verið of lítil til að kanna hættu á fágætum og langvinnum aukaverkunum. Rannsókn á þeim lýkur ekki fyrr en í maí 2026. Þangað til er bara alls ekki vísindalegt að fullyrða eins og prófessorinn gerir.
"Limitations of the study include the lack of longer-term follow-up to assess the duration of immune responses, efficacy, and safety. However, longer-term follow-up from this study, which will continue for 2 years, should provide clarification. This study was also not powered to detect potential rare side effects of BNT162b2 in 5-to-11-year-olds." (sjá NEMJ 9 nov.) (linkur neðar)"
Svar mitt til Frosta:
Ágæti Frosti.
Niðurstöður úr þeim rannsóknum sem þarf til að leggja fram til samþykktar hjá Lyfjastofnunum liggja fyrir. Meginniðurstöður fasa 3 rannsóknar liggja fyrir og hafa birst í mikilvægri vísindagrein í NEJM. Öllum rannsóknum fylgja takmarkanir (limitation) og það er háttur góðra vísindagreina að tiltaka takmarkanir þeirrar rannsóknar. Þess vegna benda höfundar í greinarinnar í NEJM sem þú vitnar til á takmarkanir þeirrar rannsóknar. Þegar lyfjastofnun metur rannsókn á lyfi eða bóluefni þá skoðar það niðurstöður úr öllum aldurshópum og vegur og metur ávinning og áhættu. Þannig hefur lyfjastofnun miklar upplýsignar um rannsóknir á Pfizer bóluefninu og einnig mikla þekkingu á rannsóknum á öðrum bóluefnum. Þegar lyfjastofnun hefur komist að niðurstöðu um að lyf sé hæft til notkunar í ákveðnum hópi fólks þá er talað um að meginniðurstöður liggi fyrir. En auðvitað höldum við áfram að rannsaka. Það er háttur góðra og vandaðra rannsókna. Þeim er haldið áfram. Þegar að fasa 3 rannsóknir hafa birt fyrstu niðurstöður (megin niðurstöður sem kallað er) og í kjölfar samþykkta lyfjastofnana þarf því að halda áfram að fylgjast með langtíma og sjaldgæfum fylgikvillum.
Það er því svo sannarlega ekki rangt sem ég hef haldið fram að niðurstöður fasa 3 rannsóknar og álit lyfjastofnunar liggi fyrir. Við erum nú að nota lyfið í almennum hópi án þess að um sé að ræða tilraunameðferð. Þetta er skilgreining á því hvort um tilraunameðferð sé að ræða. Þegar við notum lyfið eftir samþykkt í því þýði sem er búið að samþykkja lyfið fyrir þá er það ekki tilraunameðferð. Þetta er svona með öll lyf og öll bóluefni. Fullyrðing um annað er einfaldlega efnislega röng.
Frosti svarar síðan Magnúsi undir færslu á síðu Magnúsar:
Sú rannsókn sem Þórólfur vísar í og þú átt væntanlega við. Birtist í NEMJ 9. nóvember. Í henni stendur þessi aðvörun og hún er mikilvæg: "Limitations of the study include the lack of longer-term follow-up to assess the duration of immune responses, efficacy, and safety. However, longer-term follow-up from this study, which will continue for 2 years, should provide clarification. This study was also not powered to detect potential rare side effects of BNT162b2 in 5-to-11-year-olds."
Franska læknaakademían vitnar einmitt í þessi aðvörunarorð þegar hún mælir gegn almennri bólusetningu hraustra barna í fréttatilkynningu sinni. Þeir ættu að vita eitthvað um þessi mál eða hvað?
Rannsóknin var einfaldlega ekki nógu stór til að greina sjaldgæfar aukaverkanir lyfsins í þessum aldurshópi. Enda fengu aðeins 1511 börn bóluefni en 749 fengu lyfleysu og rannsóknin stóð aðeins í tæpa 3 mánuði. Hætta á langvinnum aukaverkunum var því ekki rannsökuð. Er ekki best að tala hreint út um það?
2 Comments on “Magnús Karl Magnússon og Frosti Sigurjónsson skrifast á um lyfjatilraunir á börnum”
Klapplið lyfjaframleiðenda er mætt og klappar í takt og um leið er orðspor þessara manna komið í ruslflokk.
Magnús Karl magnússon!
Börn eru engin tilraunar dýr fyrir Fálkaorðu Þórólf,þig, Kára Stefáns,Landlæknis,eða lyfjarisana. Þið ættuð að skammast ykkar!