Magnús Karl læknir fékk heimsent bréf frá ,,áhugahópi um endurmenntun lækna”

frettinInnlendarLeave a Comment

Magnús Karl Magnússon prófessor í lyfja- og eitur­efna­fræði við Lækna­deild Há­skóla Ís­lands og starfsmaður Íslenskrar Erfðagreiningar segir frá því á facebook að honum hafi borist nafnlaust bréf sem merkt var frá Áhugahóp um endurmenntun/símenntun lækna.

Hann skrifar:

,,Af endurmenntun og símenntun lækna
Ég fékk þessa heimsendingu inn um lúguna heima hjá mér á sunnudagseftirmiðdegi. Umslagið merkt mér persónulega, borið heim til mín. Bréfið var nafnlaust en frá Áhugahóp um endurmenntun/símenntun lækna.
Væntanlega eru þetta skilaboð til lækna sem tjá sig opinberlega um Covid-19. Greinin sem fylgdi með var ekki sérlega merkileg en skilaboðin örlítið sérkennileg. Já, þetta eru skrítnir tímar.


Skildu eftir skilaboð