,,Bubbi fallinn beint á andlitið inn í hóp spillingar- sérhagsmunaelítunnar …”

frettinInnlendar1 Comment

,,Af hverju fær Bubbi undanþágu sem aðrir fá ekki. Hann er fallinn beint á andlitið inn í hóp spillingar- sérhagsmunaelítunnar sem hann er alltaf að drulla yfir."  En svo hljóðar facebook færsla Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins vegna fréttar um að Bubbi Morthens hafi fengið undanþágu frá nýjum samkomutakmörkunum til að vera með tónleika Þorláksmessu.

Bubbi sendi frá sér tilkynningu vegna tónleikanna: 

,,Mættur á Akureyri, Hof í kvöld.
Við náðum samkomulagi um undanþágu vegna Þorláksmessutónleika Bubba Morthens sem fram fara í Hörpu á Þorláksmessukvöld eins og áætlað var. Eins og öllum er ljóst taka ný sóttvarnarlög gildi á miðnætti þann 22 desember sem hefðu komið í veg fyrir tónleikahaldið og þar með hefðu Þorláksmessutónleikar Bubba fallið niður annað árið í röð. “Þetta er mikill léttir, þetta hefur legið í loftinu og núna þegar þetta skellur á með svona litlum fyrirvara er maður þakklátur að hægt sé að klára þetta á þessum forsendum.”

„Þetta er mik­ill létt­ir, þetta hef­ur legið í loft­inu og núna þegar þetta skell­ur á með svona litl­um fyr­ir­vara er maður þakk­lát­ur að hægt sé að klára þetta á þess­um for­send­um,“ seg­ir Bubbi.

One Comment on “,,Bubbi fallinn beint á andlitið inn í hóp spillingar- sérhagsmunaelítunnar …””

  1. Skulum allavega segja að ummæli hans nýlega hafi verið fylgjandi þeirri sömu stefnu þeirra sem gáfu honum undanþáguna. Hvort þau ummæli hafi verið gerð meðvitað eða ómeðvitað með það í huga getur Bubbi einn sagt til um.

Skildu eftir skilaboð