Vetrarsólstöður eru í dag

frettinInnlendarLeave a Comment

VETRARSÓLSTÖÐUR eru í dag 21. desember en þá er sólargangur stystur á árinu.

Sólstöður er sú stund þegar sólin fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, það er hættir að hækka eða lækka á lofti.

Vetrarsólstöður eru á tímabilinu 20.-23. desember. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupaársdögum.

Í dag voru vetrarsólstöður kl. 15:59 en t.d. árið 2023 verða þær 22. desember kl. 06:59. Sólarupprás var í dag kl. 11:21 og sólin settist kl. 15:29.

Sólin fer nú hækkandi á lofti.

Skildu eftir skilaboð