,,Er að renna upp nýtt stjórnarfar – mögulega án vitundar almennings og þingheims?“

frettinInnlendarLeave a Comment

Arnar Þór Jónsson fyrrverandi dómari og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók sæti á Alþingi á þriðjudag fyrir Óla Björn Kárason. Arnar Þór segir á facebook að hann hafi viljað nýta tímann vel og hafi því flutt jómfrúrræðu sína strax og bætti því við að svo óvenjulega vildi til að hann hafi fengið andsvör, sem almennt tíðkast ekki.

Arnar Þór tók fram í byrjun ræðunnar að hann ætti erindi við alla landsmenn og sagði meðal annars:

,,Alþingi er lykilstofnun lýðveldisins og þar eiga ekki að vera stunduð viðbragðs-stjórnmál heldur á að horfa á sviðið út frá heildarsýn, út frá almannahagsmunum og langtímahag. En hættan á þeim tímum sem við lifum núna er sú að það sé vikið frá meginreglum stjórnskipunarinnar um temprað ríkisvald. Er hættan sem við stöndum frammi fyrir orðin slík að það sé réttlætanlegt að víkja megi til hliðar hefðbundnum viðmiðum og gengur þetta svo langt að það megi víkja til hliðar viðmiðum um réttarríkið um borgarlegt frelsi eða lýðræði?

,,Eiga þessar undirstöður stjórnskipunarinnar að vera í uppnámi? Er hættan sem við stöndum frammi fyrir svo alvarleg að réttlætanlegt sé að raska megi hér öllu valdajafnvægi milli löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Ég tók eftir því í dómsúrlausnum fyrir skemmstu þar sem látið var reyna á það sjónarmið um hvort sóttkví og slíkt fæli í sér mismunum út frá jafnræðisreglu og dómsstólar afgreiddu það með þeim orðum að á svona tímum sem við lifum nú þá væri ásættanlegt að játa stjórnvöldum ríkt svigrúm og ég fylltist verð ég að viðurkenna, ákveðnum ótta og minn ótti laut að því hvort verið væri að tefla í hættu þessari grundavallarreglu um temprun ríkisvalds því það er vissulega eitt aðalhlutverk dómsvaldsins að veita framkvæmdavaldinu og löggjafarvaldinu aðhald. Er ásættanlegt að afgreiða mál um jafnræðisreglu sem varðar svo miklar hagsmuni með þeim orðum að játa beri stjórnvöldum ríkt svigrúm? Er hættuástandið slíkt að það megi nota sóttvarnarlög til almennrar skerðinga á réttindum borgaranna?

,,Er hættan sem við stöndum frammi fyrir slík að það sé réttlætanlegt að stýra nú landinu með reglum sem eru settar án þinglegrar umræðu, án lýðræðislegrar temprunar og ég hef spurt og mér er fúlasta alvara með þessari spurningu þegar ég segi hvort það gæti verið að hér sé að renna upp einhverskonar nýtt stjórnafar og að almenningur og mögulega ekki þingheimur heldur heldur átti sig ekki á því hvað er að gerast?

,,Þingið þarf að gera sig gildandi í þessu tilliti og þingið má alls ekki láta sniðganga sig. Ég nefni þetta hér því það er vert að minna á að í 1. gr. stjórnarskrár lýðveldisins, í upphafsorðum hennar segir: Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn, þar stendur ekki: Ísland er lýðveldi með stjórnbundnu þingi. Þannig að besta vörn augljóslega gegn hverskonar ofríki stjórnvalda er þingbundin stjórn. Þetta felur í sér jafnframt, það blasir við að stjórnarskrá okkar geymir enga almenna heimild til að lýsa yfir neyðarástandi og ég vil undirstrika þetta, besta vörn almennings gagnvart hvers kyns neyðarástandi er þingbundin stjórn, þ.e.a.s. ríkisstjórn og framkvæmdavald sem sætir temprun að hálfu Alþingis og síðar dómstóla. Í þessu endurspeglast aftur að lýðræðið og réttarríkishugsjónin eru mikilvægasta vörn borgaralegs frelsis og mannréttinda á þessum tímum og öðrum.

Ræðu Arnars Þórs má hlýða á hér neðar og andsvörin má sjá (frá 1 klst. og mín 39) með því að smella hér.


Skildu eftir skilaboð