Æxli fjarlægt úr lungum Brynjars Níelssonar

frettinInnlendarLeave a Comment

Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Brynjar Níelsson, greindi frá því á facebook síðu sinni í kvöld að hann hefði greinst með æxli í lunga sem hafi verið fjarlægt með skurðaðgerð af Tómasi Guðbjartssyni eða Lækna-Tómasi eins og hann er stundum kallaður.

Brynjar segist nokkuð viss um að almættið hafi stigið inn í því fyrr í sumar lenti hann í því óhappi að detta af rafskútu og slasa sig sem varð til þess að hann fór í röntgenmyndatöku, en þá kom í ljós æxli í lungum sem enginn hafði hugmynd um.

Læknirinn ákvað því að grípa strax inn í og fjarlægði æxlið sem síðar kom í ljós til allrar lukku að hafi verið góðkynja, en ekki þarf að spyrja að leikslokum ef það hefði fengið að vaxa mikið lengur og ljóst að það hefði orðið erfiðara viðureignar ef lengri tími hefði liðið. Er því óhætt að segja óhappið á rafskútunni hafi verið lán í óláni fyrir Brynjar.

Brynjar skrifar skemmtilegan pistil um óhöpp sem hann hefur lent í á árinu, en aldrei er langt í húmorinn og skemmtilegu kaldhæðnina sem hann er þekktur fyrir, en hann segist hafa fengið fyrir ritskoðun frá Dómsmálaráðuneytinu til að birta pistilinn sem má lesa hér að neðan og notar hann einnig tækifærið til að óska fésbókarvinum gleðilegra jóla.


Skildu eftir skilaboð