Hugleysi einkennir Íslendinga og fjölmiðlar hafa sofnað á vaktinni – Gunnar áreittur fyrir að deila frétt frá Frettin.is

frettinInnlendarLeave a Comment

Arn­ar Þór Jóns­son lögmaður, fyrrverandi héraðsdómari og varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokksins var gestur bræðranna Gunn­ars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþætt­in­um Þvotta­húsið fyrri stuttu.

Farið er yfir víðan völl í viðtalinu og meðal annars ræða þeir ástandið í þjóðfélaginu í dag sem byggist að miklu leiti á ritskoðun, hjarðhegðun, skertu tjáningafrelsi og nefnir Arnar Þór einnig samþjöppun á fjölmiðlamarkaði.

Arnar talar um að ríkisfjölmiðilinn RÚV virðist hafa sofnað á vaktinni, fjölmiðill sem á samkvæmt lögum að standa vörð um frelsi borgaranna og tjáningafrelsið. Arnar spyr sig hvað RÚV geri við þessar 5000 milljónir sem miðilinn fær í ríkisstyrki því ekki er hægt að sjá að RÚV sé að verja þessa undirstöðu samfélagsins. Þá segir Arnar að allir stóru miðlarnir hér á landi hafi brugðist hlutverki sínu.

Arnar nefnir einnig að BBC fréttamiðilinn sé á sömu vegferð og hafi samkvæmt skoðanakönnunum tapað trúverðugleika sínum sem nemur um 50% því miðilinn hafi verið mjög hlutdrægur og í raun hagrætt fréttum og fréttaflutningi eftir eigin skoðunum en ekki raunveruleikanum og nefnir þar Brexit sem dæmi.

Arnar segir að fólk almennt sýni af sér hugleysi og þori ekki að taka afstöðu með stórum málum og séu þá í raun gerfimanneskjur sem lifi í sýndarveruleika og sé búið að missa tengingu við hollustuna. Fólki þykir oft gott að vera innan þægindarammans án þess að mynda sér skoðanir og velji frekar að vera á vinsæla vagninum og afstöðuleysinu. En ef þú kýst að flýja ábyrgðina og neitar að taka afstöðu, veistu hvað þú ert þá spyr Arnar Þór og Gunnar svarar: ,,pappakassi,” einmitt  þú ert bara pappakassi og gerfipersóna í hlutverkaleik, segir Arnar.

Gunnar spyr Arnar hvort hann trúi því að hagsmunaöfl séu á bak við fjölmiðlana og Arnar svarar því að það gefur auga leið en að eigendur þessara stærstu samskiptamiðla og fjölmiðla séu örfáir.

Gunnar segir erfitt að treysta upplýsingum í dag frá þessum miðlum, en svo kemur einn miðill fram á sjónarsviðið og á hann þá við Frettin.is. "Hann er bara rakkaður niður af því hann er að tala á móti straumnum", segir Gunnar. Hann segist svo hafa deilt frétt af nýja miðlinum en hafi þá fengið drulluna yfir sig og uppskorið mikla vanþóknun og fengið meðal annars einkaskilaboð þar sem fólk spyr hvers vegna hann leggist svona lágt og deili af þessari ,,bloggsíðu” og uppskorið ýmiskonar skítkast. En fréttin sem Gunnar deildi var þýdd grein eftir erlendan penna og virtist það ekki skipta neinu máli fyrir fólkið sem réðst að Gunnar fyrir að deila fréttinni. Er því ljóst að innihaldið skiptir engu máli fyrir þetta fólk sem telur sig svo málsmetandi en ræðst gegn opinni umræðu og frjálsri fjölmiðlun án þess að færa fyrir því rök eða tjá sig um efni fréttarinnar.

Arnar talar um að nútímasamfélag byggist á tómhyggju og sjálfselsku og fólk í þægilegri stöðu sem fær sína öruggu launatékka mánaðarlega horfir fram hjá þessari ritskoðun og mannréttindarbrotum sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Fólk sé búið að missa sjón á hollustunni og siðrof er að eiga sér stað. Þetta er fólkið sem vill láta kalla sig ,,góða fólkið”, en hollustan sé ekki til staðar fyrir þjóðarheill heldur nær þeirra hollusta einungis utan um nærumhverfið eins og eigin fjölskyldu og að halda fína "jobbinu" sínu. Mikil afneitun sé í gangi og vandamálið er að fólkið afneitar því að það sé í afneitun.

Arnar segir að við sem þjóðfélag séum komin á hættulega braut þar sem fasismi er farinn að taka völdin án þess að almenningur setji sig upp á móti því, nema örlítill hópur. Þetta sé mikið áhyggjuefni og minni á gamla tíma um miðja síðustu öld.

Arnar ræðir einnig barnabólusetningar og segir það vítavert gáleysi hjá læknum að mæla með þeim, því þær séu alls ekki öruggar og bendir fólki á að fara inní VAERS gagnagrunninn því til staðfestingar.

Þá spyrja þeir Davíð og Gunnar Wiium að því hver taki ábyrgð á þeim skaða ef hann hlýst eftir bólusetningar og fram kemur að lyfjafyrirtækin taki enga ábyrgð samkvæmt samningum við ríkið en hugsanlega sé hægt að sækja skaðabætur til ríkissins.

Það sem að ofan kemur fram má sjá í fjórum stiklum úr þættinum hér neðar og horfa má á allan þáttinn hér neðst.


Skildu eftir skilaboð