Steinunn Sif Kristinsdóttir sem er 44 ára og hefur fengið þrjár Covid sprautur af Pfizer veiktist á Þorláksmessu og greindist með Covid á aðfangadag. Hún ásamt eldri dóttur hennar smituðust af yngri dótturinni. Systurnar hafa báðar farið í tvær sprautur.
,,Ég greindist með Covid á aðfangadag þrátt fyrir að hafa fengið tvær sprautur og einn örvunarskammt. Ég er með sykursýki, háþrýsting og hjartasjúkdóm og var því ráðlagt af lækni að fara í Covid bólusetningu. Ég varð svo fárveik að ég stóð varla í lappirnar en þurfti að standa úti í 35 mínútna röð eftir að komast í Covid próf. Heima lá ég síðan í móki og fékk svakalegan verk í lungun og mikinn hita, beinverki og hósta. Ég var líka með ofboðslegan höfuðverk og hélt að ég væri að fá heilablóðfall,“ sagði Steinunn í samtali við frettin.is.
,,Ég var alveg við það að láta leggja mig inn og svaf út í eitt en þá hafði samband við mig gamall skólafélagi og bauð mér lyfið Ivermectin. Í fyrstu ætlaði ég ekki að þora að taka lyfið en mér fannst ég engu hafa að tapa, ,,bara fokk“ ég get varla versnað og tók það inn seint á aðfangadagskvöld.“
,,Morguninn eftir fann ég lítið sem ekkert til í lungunum og var áberandi hressari og í dag 26. desember líður mér eins og hafi aldrei fengið Covid og varla trúi því. Þar að auki er blóðsykurinn hjá mér í góðu jafnvægi, ég hef ekki mælst svona lág í sykri í lengri tíma. Mér líður í raun betur í dag en mér leið áður en ég fékk Covid og reikna með að það stafi af blóðsykrinum og/eða Ivermectin lyfinu.“
Auk þess segist Steinunn loks hafa fengið aftur blæðingar í dag en þær hafði hún varla fengið síðan hún fékk fyrstu bólusetninguna. Þar áður var hún alltaf með reglulegar blæðingar.
,,Ég er alveg einkennalaus í dag og mér finnst svo mikilvægt að deila reynslu minni. Fjölskylda mín var orðin svo hrædd um mig. Það eru svo margir í kringum mig sem eru með Covid þrátt fyrir að hafa fengið bólusetningu við sjúkdómnum.“
4 Comments on “Þríbólusett en fárveiktist af Covid – batnaði nánast um leið eftir að taka Ivermectin”
Skylduáhorf fyrir alla sem vilja komast að sannleikanum:
https://open.spotify.com/episode/0aZte37vtFTkYT7b0b04Qz?si=P-HWGwoCRWSf4ud5PneHwA
Þetta ER frétt ársins á Íslandi
hvar er hægt að nálgast Ivermectin?
hvar er hægt að nálgast Ivermectin?