Íris segir að ekki sé hægt að skipta um kyn – “þessi botn­lausi lyga­áróður er misnotkun á börnum”

frettinInnlendar2 Comments

Fjölmiðlafræðingurinn Íris Erlingsdóttir skrifaði pistil í Morgunblaðið þann 22. desember síðastliðinn um transfólk sem vakið hefur töluverða athygli.

Íris, sem búsett er í Bandaríkjunum, segir að  karlmenn nýti sér réttindi transfólks til að koma sér inn á svæði kvenna.

Íris skrifar orðrétt:

„Aðallega eru það karl­ar sem hafa nýtt sér rétt­inn til að tékka sig inn í kven­kyn með sam­svar­andi rétt­inda­missi fyr­ir kon­ur. Hér í Banda­ríkj­un­um hafa transaðgerðasinn­ar vaðið yfir kyn­bund­in rétt­indi kvenna og reisn; inn í sal­erni kvenna og bún­ings­klefa; í kvenn­aíþrótt­ir, sem hafa verið yf­ir­tekn­ar af körl­um í konu­leik; inn í kvennafang­elsi, þar sem kon­ur verða að deila vist­ar­ver­um með körl­um, sama hvort þeir eru blíðlynd­ir skattsvik­ar­ar og þjóf­ar eða nauðgarar og morðingj­ar.“

Íris segir að ástæðan fyrir því að hún sér að skrifa pistilinn er sú að dóttir hennar segist ekki geta notað salernin í skólanum sínum sökum þess að strákar geta komið inn á þau. „Það er ekk­ert prívat, svo ég verð að halda í mér þangað til ég kem heim,“ hefur íris eftir dóttur sinni og eftir að heimillislæknirinn tjáði henni að hún væri með vott af blöðrubólgu vegna þess að hún fer ekki á klósettið þegar henni er mál.

,,Dóttir mín legberinn“

Pistillinn ber yfirskriftina „Dóttir mín legberinn“ og fjallar að hluta til um þetta nýyrði sem notað hefur verið um þá einstaklinga sem eru með leg.

„Eiga þess­ir nýyrðasmiðir systkini? Börn? Ég á þrjú. Eitt er semsagt „leg­beri“, hin tvö eru … pung­ber­ar? Mhm, já í guðs bæn­um, losið okk­ur við eineltis­vald­inn og orðskrípið „kona“ úr … leg­bera­mál­inu? Við skul­um endi­lega banna orðin sem við not­um til að tjá okk­ur um raun­veru­leik­ann – enda höf­um við greini­lega enga þörf fyr­ir hann leng­ur – og nota í staðinn hé­gilj­ur og falskt froðusnakk, full­komið til að lýsa lyg­inni sem við lif­um,“ skrifar Íris.

Íris bendir svo á hversu margt er orðið öfugsnúið og galið í raun „Kyn­gervis­hug­mynda­fræði er ná­kvæm­lega … gervi. Lygi. Karl­ar eru kon­ur. Stelp­ur eru strák­ar. Upp er niður. Svart er hvítt. Heitt er kalt,“ segir hún.

Íris endar svo pistilinn með orðunum: „Við vit­um að mann­ver­ur geta ekki skipt um kyn frek­ar en þær geta skipt um kynþátt. Að halda öðru fram – að láta börn og ung­linga synda í „öllu þessu botn­lausa lyga­kvik­syndi sem er verið að hrósa“, eins og Þór­berg­ur sagði, er bein­lín­is mis­notk­un.“

2 Comments on “Íris segir að ekki sé hægt að skipta um kyn – “þessi botn­lausi lyga­áróður er misnotkun á börnum””

Skildu eftir skilaboð