Hópsmit á Landspítala um jólin þrátt fyrir heimsóknarbann óbólusettra

frettinInnlendarLeave a Comment

Greint var frá því í gær að sjö kór­ónu­veiru­smit hefðu komið upp á meðal sjúk­linga hjarta­deild­ar á Land­spít­ala. Að sögn Karls Andersen yfirlæknis Hjartagáttar er ekki vitað hvernig smitið barst inn á deild­ina eða hvaða af­brigði veirunn­ar sjúk­ling­arn­ir sýkt­ust af.

Fyrsta smitið greind­ist á deild­inni í fyrra­kvöld en að sögn Karls var sýna­tak­an ekki til­kom­in vegna ein­kenna og var grein­ing­in því óvænt.

Þann 20. desember tilkynnti Landspítalinn um breyttar heimsóknareglur:

,,Engar heimsóknir voru leyfðar nema með sérstökum undantekningum frá og með hádegi í dag 20. desember fram til hádegis 24. desember. Þann dag, jóladag og annan jóladag verða leyfðar heimsóknir eins gests til hvers sjúklings. Farið er fram á að viðkomandi sé fullbólusettur eða hafi fengið COVID á síðastliðnum sex mánuðum. Heimsóknargestir skulu nota fínagnagrímu án ventils en þær verða aðgengilegar við innganga og á deildum. Heimsóknir barna undir 12 ára aldri eru óheimilar nema undir sérstökum kringumstæðum og þá aðeins með leyfi stjórnenda viðkomandi deilda.

Í lok nóvember sagði  Hildur Helgadóttir, verkefnisstjóri farsóttarnefndar að strangar sóttvarnarreglur og góð þátttaka í bólusetningum hefti útbreiðslu smita innan spítalans.

„Þarna eru nánast allir bólusettir og flestir búnir að fá örvunarskammt, bæði sjúklingar og starfsfólk. Það auðvitað breytir þessari mynd mjög mikið. Við erum kannski ekki alveg eins áhyggjufull eins og að ef þetta væri allt saman óbólusett fólk,“ segir Hildur.

Um það bil mánuði síðar, og um viku eftir heimsóknarbann óbólusettra á spítalann, er komið upp hópsmit á hjartadeild spítalans.

Skildu eftir skilaboð