Í morgun fór fram fundur hjá Velferðarnefnd Alþingis um bólusetningar barna. Þar kom meðal annars fram hjá Kamillu S. Jósefsdóttur hjá Landlæknisembættinu að ekkert væri í raun vitað um áhrif Covid bólusetninga á hormónakerfi kvenna.
Norska Lýðheilsustofnunin er á öðru máli og segir tengsl vera milli Covid-bóluefna og blæðingavanda kvenna.
Þann 21. desember 2021 birti norska Lýðheilsustofnunin (NIPH) niðurstöður rannsóknar varðandi áhrif Covid-bóluefna á blæðingar kvenna. Stofnunin hóf rannsókn sína eftir að fjöldi tilkynninga hafði borist um slíkt vandamál.
Niðurstaða rannsóknarinnar er að veruleg aukning hafi orðið á blæðingavandamálum eftir Covid-bólusetningar, þ.e.a.s. að nánast sé um tvöföldun tilfella að ræða. Tíðnin hafi farið úr 7,6% í 13,6% við fyrri bólusetningu og úr 8,2% í 15,3% við síðari bólusetninguna. Sem sagt, þá hafa tilfelli blæðingaóreglu nær tvöfaldast bæði í tengslum við fyrri og síðari bólusetninguna. Þess má geta að ekki var byrjað að gefa örvunarskammt á þeim tíma er rannsóknin tekur til.
Fram kemur að norska Lýðheilsustofnunin sé að vinna að stórri rannsókn, sem tekur til 60.000 kvenna á aldrinum 12 til 80 ára, til að kanna hvort tengsl séu milli Covid-bólusetninga og breytinga á blæðingum kvenna. Þær niðurstöður sem stofnunin birtir nú byggjast á spurningum til 6.000 kvenna á aldrinum 18 til 30 ára og taka til breytinga á blæðingum vegna fyrri og síðari Covid-bólusetninga.
Í niðurstöðunni segir:
„There is an increase in the incidence of menstrual changes among young women after vaccination against coronavirus, according to initial findings from population studies by the Norwegian Institute of Public Health. The NIPH has advice for women who have experienced changes in menstruation after vaccination.“
Á grundvelli þessara fyrstu niðurstaðna rannsóknarinnar þá ráðleggur stofnunin norskum konum sem hafa fengið miklar blæðingar að bíða með frekari bólusetningar þar til ástæðan fyrir þeim hefur verið fundin eða þær miklu blæðingar hafi stöðvast. Jafnframt ráðleggur stofnunin konum sem hafa þurft að leita læknisaðstoðar að hafa samráð við lækni um frekari bólusetningar.
Fjallað var um niðurstöður stofnunarinnar í norska blaðinu VG auk þess sem fram koma frásagnir kvenna sem fengið hafa slæm blæðingavandamál eftir bólusetningu.
Fjöldi íslenskra kvenna hafa einnig tilkynnt um miklar blæðingar í kjölfar Covid-bólusetninga. Á grundvelli þess var sett af stað rannsókn á vegum Lyfjastofnunar, embætti landlæknis og sóttvarnarlæknis. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar þann 7. október 2021.
Í niðurstöðunni segir að þegar rannsóknin byrjaði hafi 400 tilkynningar borist Lyfjastofnun og að rannsóknin taki einungis til þeirra þó að fjöldi tilkynninga hafi aukist í 800 meðan á vinnu stóð. Af þeim 400 tilkynningum sem rannsóknin tók til voru 43 tilfelli valin úr á grundvelli þess að einkenni í þeim tilfellum gætu stofnað lífi viðkomandi í hættu. Einungis virðist því hafa komið til nánari skoðunar á 43 tilfellum af 800, sem þá hafði verið tilkynnt um.
Varðandi framkvæmd rannsóknarinnar þá segir að: „Styrkur íslenskra aðstæðna felst í að með tiltölulega auðveldum hætti er hægt að skoða fyrirliggjandi heilsufarsgögn rafrænt.“ Vinna við rannsóknina virðist hafa fyrst og fremst falist í því að kanna sjúkraskrár þessara 43 kvenna en fram hefur komið að engin læknisskoðun hafi farið fram.
Varðandi forsendur og aðferðafræði við rannsóknina þá segir í niðurstöðunni: “ Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið út að ekki hefur verið hægt að sýna fram á tengsl bóluefna gegn COVID-19 og blæðingaróreglu.“
Útgangspunktur rannsóknarinnar virðist því hafa verið að leita var uppi eitthvað annað uppi sem gæti talist líkleg orsök aukinna blæðinga og ef eitthvað slíkt fannst þá var viðkomandi tilfelli ekki talið tengjast bólusetningu. Mat nefndarinnar var svo að ekki væri hægt að sýna fram á tengsl við bólusetningar með óyggjandi hætti.
Nefndin leggur svo fram það sem þeir telja líklegustu skýringuna, sbr.:
„Nýlegar niðurstöður rannsóknar gefa vísbendingu um möguleg tengsl séu á milli álags tengdum heimsfaraldri COVID-19 og blæðingaóreglu kvenna. Er þetta í samræmi við eldri rannsóknir sem sýna sterkari fylgni við kvíða, aukið álag og þunglyndi meðal kvenna á tímum heimsfaraldra, sem eru allt áhættuþættir fyrir blæðingaóreglu meðal kvenna.“
Sem sagt á mannamáli þá er nefndin að segja að þessar konur séu í ójafnvægi vegna heimsfaraldursins og það sé vandamálið.
Heimildir:
https://www.visir.is/g/20212168616d/i-huga-hop-mal-sokn-a-hendur-rikinu-vegna-a-hrifa-bolu-setningar