Hvernig getum við gert það besta fyrir börnin?

frettinPistlarLeave a Comment

Guðmundur Karl Snæ­björns­son læknir skrifar í Morgunblaðið 30. desember: 

„Bret­ar mæla ekki með bólu­setn­ingu barna 5-11 ára, af hverju við?“

Nú stend­ur til að bólu­setja börn frá 5-11 ára. Ætl­un­in er að nota sama bólu­efni og full­orðnir hafa verið bólu­sett­ir með und­an­farið ár – einu sinni, tvisvar og þris­var o.s.frv. Vernd bólu­efn­anna hef­ur verið klén ef nokk­ur eins og öll­um ætti að vera orðið ljóst.

Rann­sókn­ir á millj­ón­um barna í Evr­ópu hafa verið gerðar, á um tveim­ur millj­ón­um í Svíþjóð og enn fleir­um í Þýskalandi. Í þeim öll­um kem­ur skýrt fram að mjög fá börn urðu al­var­lega veik af Covid og eng­in dauðsföll. Fjöldi rann­sókna sýn­ir ótví­rætt fram á að afar sjald­gæft er að börn veikist al­var­lega af Covid og segja má að and­lát meðal þeirra séu eng­in (far­alds­fræðilega séð). Sænsk rann­sókn Ludvigs­sons á 1.951.905 börn­um í Svíþjóð á aldr­in­um 1-16 ára, sem sóttu skóla að mestu án nánd­ar­tak­mark­ana eða notk­un­ar and­lits­gríma, sýndi eng­in dauðsföll hjá börn­un­um. Þrátt fyr­ir að Svíþjóð hafi haldið leik­skól­um og grunn­skól­um sín­um opn­um kom í ljós mjög lág tíðni al­var­legra Covid-19-ein­kenna hjá þess­um börn­um.

Ný­leg þýsk rann­sókn, SARSCoV-2 KIDS, varðandi börn og ung­linga sem lagst hafa inn á sjúkra­hús í Þýskalandi með annaðhvort SARS-CoV-2 eða PIMS-TS (Pedi­at­ric In­flamm­atory Multisystem Syndrome), sýndi að ekk­ert barn á aldr­in­um 5-18 ára lést.

Ómíkron tók yfir smit­in

Ómíkron er með 50 stökk­breyt­ing­um – þ.e. nýr stofn veiru. All­ar þess­ar rann­sókn­ir voru gerðar fyr­ir tíð hins nýja stofns sem núna herj­ar á okk­ur. Varla er hægt að kalla þetta af­brigði kór­ónu­veiru leng­ur, svo frá­brugðin er SARS-CoV-2 þró­un­ar­lega séð. Alls hafa fund­ist um 50 stökk­breyt­ing­ar í ómíkron og a.m.k. 36 á sjálf­um tengisprota (spike) henn­ar.

Hvaða þýðingu hafa all­ar þess­ar stökk­breyt­ing­ar? Hvaða áhrif hafa þær á ár­ang­ur bólu­efn­anna sem fólk hef­ur verið bólu­sett með síðasta árið í eitt, tvö og jafn­vel þrjú skipti eða oft­ar, örvun, og virðast ekki duga til lengd­ar og hjarðónæmið fjarri, þetta sem átti að stöðva far­ald­ur­inn? Notað er sama bólu­efnið aft­ur og aft­ur og nú er ætl­un­in að sprauta börn­in með þess­um sömu bólu­efn­um sem verja hvorki þau né aðra gegn Ómíkron. Er hægt að bú­ast við að þessi bólu­lyf verndi börn­in eitt­hvað bet­ur en þá eldri? Vernd­in er eng­in en óvissa auka­verk­ana nokk­ur. Hver er ávinn­ing­ur­inn ef auka­verk­an­irn­ar eru bara eft­ir?

Hjarðónæmið bíður enn síns tíma þótt 90% þjóðar­inn­ar séu að fullu tví- eða þrísprautuð, en vitað er núna að bólu­efnið virk­ar ekki gegn Ómíkron. Ekki frek­ar en það gagn­ast Dön­um frænd­um okk­ar þar sem flest Ómíkronsmit­in virðast bor­in uppi af tví- og þrísprautuðum ein­stak­ling­um und­ir fer­tugu. Nú er ekki verið að ræða skaðsemi bólu­lyfj­anna til lengri eða skemmri tíma, sem eðli­lega hef­ur ekk­ert verið rann­sakað, það bíður ennþá niðurstaðna rann­sókna.

Börn­in með 99,99% vernd

Er hægt að bæta það sem þegar er ekki aðeins betra held­ur best? Því ekki að leyfa börn­um að njóta vaf­ans og fara að að ráði vís­inda varðandi fyr­ir­hugaðar bólu­setn­ing­ar á þeim? Taka til­lit til þess hve vel börn­in eru vernduð af eig­in ónæmis­kerfi, hve væg ein­kenni veik­inda eru, al­var­leg ein­kenni covid eru sjald­gæf og dauðsföll ekki þekkt í rann­sókn­um millj­óna barna. Hvers vegna ætti þá að bólu­setja börn? Í al­vöru, hvers vegna?

Svo mikl­ar hafa stökk­breyt­ing­arn­ar orðið að nýju bólu­efn­in virka ekki leng­ur, né virðast þau vernda þá sem hafa fengið Covid áður eða verið meðhöndlaðir með ein­stofna mót­efn­um (monoclonal anti­bodies).

Á ég að láta bólu­setja barnið?

Ef barnið mitt hef­ur litla sem enga áhættu af Covid; enga áhættu al­var­legra af­leiðinga sjúk­dóms eða dauða; eng­an ávinn­ing af bólu­setn­ingu en mögu­leg­an skaða til skamms tíma, til lengri tíma hugs­an­leg­an skaða vegna óþekktra skaðlegra af­leiðinga af bólu­setn­ing­unni? Hvers vegna ætti ég þá að vera að út­setja barnið mitt fyr­ir óþarfa áhættu með þess­ari bólu­setn­ingu?

Bret­ar mæla ekki með bólu­setn­ingu barna 5-11 ára, af hverju við? Höf­um við yfir betri þekk­ingu að ráða en þeir?

Læt koll­ega, dr. Robert Malone, þann sem upp­götvaði mRNA-tækn­ina sem bólu­lyf­in eru byggð á, hafa síðasta orðið varðandi börn­in þegar hann var­ar við og hvet­ur for­eldra til að að hug­leiða al­var­lega hvað þau eru að gera. Hlýddu á eða lestu ákall Malones til for­eldra í þess­um tengl­um:

htt­ps://​www.bitchute.com/​vi­deo/​KxW1zjIit­K8B/?​fbclid=Iw­AR3CN22m5v1vZSt­G­pWk­M7crgG0faz52S­hZ3hCkZ9U_-19Rxv­sE64PC0JmII

( http://​mbl.is/​go/​vteqj )

htt­ps://​globalcovids­ummit-org.translate.goog/​news/​live-stream- event-physicians-al­ert­ing-par­ents? fbclid=Iw­AR1wJHiypkJTQSRyi­BU8I­aslG4IIz1_o2F­MY2bSwOfWL­iStlX­FoVIwL­by9c&_x_tr_sl=sv &_x_tr_tl=is&_x_tr_hl=is

( http://​mbl.is/​go/​nwzr8 )

Skildu eftir skilaboð