Annar hluti af „The Rape of Britain“ kemur út í maí – ofsóknum breskra stjórnvalda linnir ekki

frettinIngibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

Maðurinn sem helst má ekki nefna á nafn, Tommy Robinson, hefur nú lokið öðrum hluta heimildamyndaraðar sinnar um nauðganir og kynferðislega ánauð barnungra stúlkna í Telford, Bretlandi og kemur hann út 7. maí nk. Hann ætlaði að slaka á í fríi í Mexíkó, eins og hann hefur gert áður, með börnum sínum en var handtekinn fyrir að ógna öryggi Mexíkó og sendur einn til baka. Fyrirmæli um að hleypa honum ekki inn í landið hljóta að hafa komið frá bresku stjórnsýslunni því hann hefur ekki gert neitt af sér í Mexíkó. Harry og Callum á Lotuseaters fjalla um þessa mislukkuðu tilraun Bretans til að komast í frí og undarlegar móttökur sem hann fékk hjá bresku lögreglunni við komuna heim.

Fyrrum fulltrúi hjá Scotland Yard hrósar framtaki Tommy mjög

Þættirnir munu eiga að verða fimm í allt og þykja vel unnir. Jon Wedger sem starfaði hjá Scotland Yard þar til honum var ýtt burt þaðan fyrir að krefjast þess að öll brot gegn börnum fengju sömu meðhöndlun og hleður Tommy lofi og segir að hann byggi þættina upp eins og saksóknari myndi setja fram mál sitt. Þetta sé mjög góð rannsóknablaðamennska hjá honum. Þeir sem eltist við barnaníðinga hafi fínstillt aðferðir sínar og vinni nú innan ramma laganna. Hann segist ekki merkja neina fordóma hjá Tommy og segir þetta framtak hans gefa þolendum von. Hann getur ekki séð að barnanauðgarar eigi að njóta sérstakrar verndar sakir trúar eða uppruna og segir að sá menningarheimur sé ekki til sem leyfi kynferðislega misnotkun barna (nefnir Papúa Nýju-Gínea). Líta beri á slík brot sem skipulega glæpastarfssemi stundaða í hagnaðarskyni og ekkert annað

Heimild

Skildu eftir skilaboð