Twitter er að drepa tjáningarfrelsið segir þingkona – fær ekki að birta færslu um Covid bóluefnin

frettinErlentLeave a Comment

Bandaríska þingkonan Marjorie Greene segir Twitter vera í andaslitunum því stjórnendur samfélagsmiðilsins séu í því að banna færslur og /eða loka á þá sem tjá „rangar“ skoðanir.

„Twitter er að deyja vegna þess að þeir eru að myrða tjáningarfrelsið,“ skrifaði þingkonan undir Twitter færslu hjá Elon Musk.

Hennar persónulega einkaaðgangi á Twitter var lokað fyrir tíst eins og sjá má hér neðar, sem Twitter dæmdi „rangar upplýsingar um Covid.“ Greene er þó enn með opinn aðgang á miðlinum sem þingmaður.

„Sem sitjandi þingmanni ætti ég að geta sagt þetta en Twitter (sem kaus mig ekki) segir nei.“

Einhverjir binda þó vonir við að ríkasti maður heims, Elon Musk, sem nýlega keypti 9,2% hlut í fyrirtækinu og er þar með orðinn stærsti utanaðkomandi hluthafinn, auk þess að hafa tekið sæti í stjórn félagsins, komi til með að bæta úr þessu. Musk hefur nú boðað meira „drama" á næsta stjórnarfundi.

Rebúblikanar í Bandaríkjunum hafa einnig biðlað til Musk að enduropna aðgang Donalds Trump fyrrum Bandaríkjaforseta.


Skildu eftir skilaboð