27 ára ítölsk sundkona deyr skyndilega eftir alvarlegt hjartaáfall

frettinErlent, LífiðLeave a Comment

Mariasofia Papero, ítölsk 27 ára sundkona, lést skyndilega eftir alvarlegt hjartaáfall. Mariasofia var við það að fagna 28 ára afmælisdegi sínum og hafði nýlega trúlofast kærastanum áður en hún lést skyndilega í San Girogia a Cremano (Napólí) mánudaginn 11. apríl samkvæmt fréttum á staðnum. Mariasofia keppti með ítalska sundfélaginu Posillipo og hafði keppt á mörgum mótum.

Unnusti hennar, Matteo Scarpati, minnist hennar á facebook:

„Þú varst engillinn sem breyttir lífi mínu, þú gafst mér styrk til að gera það sem ég lét mig aldrei dreyma um að gera.“

„Þú kenndir mér að elska, að brosa og verða hamingjusamur á ný. Við áttum lífið framundan og þú fórst bara svona. Ég elskaði þig frá fyrsta degi sem ég sá þig. Þú lést mig hafa fyrir því að ná þér, en svo ákvaðstu að lifa þessu frábæra ævintýri með mér, og þú gafst mér tvö bestu árin í mínu lífi.“

„Ég mun alltaf muna eftir þér sem fallegu Mariasofíu minni, og ég mun alltaf vera þinn ciccino. Ég elska þig og ég mun alltaf elska þig, ástin mín.“ sagði Scarpati.



Skildu eftir skilaboð