Netníðingar hóta fyrirtækjum og dreifa falsupplýsingum

frettinInnlendar12 Comments

Ritstjórn Fréttarinnar hefur að undanförnu borist ábendingar um að tveir menn séu að senda fyrirtækjum sem auglýsa hjá Fréttin.is hótanir þess efnis að ef að fyrirtækin hætti ekki að auglýsa hjá fréttamiðlinum muni þeir ekki versla við fyrirtækin og sjá til þess að aðrir geri það ekki heldur.

Mennirnir tveir heita Ingólfur Daníel Árnason og Valur Arnarson.

Ingólfur Daníel sakar Fréttina um að vera áróðursmaskína Pútins Rússlandsforseta, væntanlega fyrir það að birta fréttir sem sýna aðrar hliðar en meginstraumsmiðlarnir hafa gert. Ingólfur virðist því hlynntur þeirri fasísku stefnu að einungis ein hliðin sé sögð og stendur því sjálfur sennilega nær skoðunum Pútins en ritstjórn Fréttarinnar gerir sem hefur einbeitt sér sérstaklega að því að koma með fréttir sem hinir miðlarnir gera ekki, nokkuð sem ætti að teljast hið eðlilegasta mál í lýðræðisríki.

Ingólfur vísar ekki í neina sérstaka frétt máli sínu til stuðnings og umræddar hótanir ekki byggðar á neinum rökstuðningi. Um er að ræða órökstuddar dylgjur sem myndu skýlaust flokkast undir atvinnuróg, nokkuð sem varðar við lög.

Þá sakar Valur Fréttina um transfóbíu fyrir að þýða og birta fréttir frá t.d. BBC og Reuters varðandi transfólk sem mikil umræða hefur verið um erlendis að undanförnu vegna þátttöku transkvenna í kvennaíþróttum. Valur sakar einnig ritstjóra Fréttarinnar um að vera falsa skilaboð frá Eddu Falak, en Edda hefur hins vegar rætt við Margréti og þær báðar við lögreglu um málið og er orðið ljóst að Margrét fékk skilaboðin send frá óprúttnum aðila og kom sjálf ekki nálægt sendingunum. Valur skrifaði einnig falsupplýsingar um fréttina á Twitter síðu sinni:

Merkilegt þykir að þessir menn virðast flokka sig sem sjálfskipaða réttlætisriddara en eru á sama tíma að ráðast gegn stjórnarskrávörðu tjáningarfrelsi og vilja þagga niður umræðu sem þeim er ekki að skapi persónulega og ganga svo langt að hóta fyrirtækjum sem auglýsa á miðlinum.

Fréttin er búin að upplýsa lögmann um málið og verður báðum mönnunum stefnt fyrir atvinnuróg og þeir krafðir um miskabætur vegna þess skaða sem þeir hafa ollið og reynt að valda.

Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar hafði samband við báða mennina fyrir gerð fréttarinnar og bauð þeim að tjá sig um málið en þeir hafa hvorugir brugðist við.

Fréttin, aftur á móti, hvetur fyrirtæki til að sýna hugrekki og auglýsa á miðlinum og láta ekki fasískar hugsjónir hafa áhrif á sig. Eitt fyrirtækið svaraði Ingólfi fullum hálsi og segist ætla að leita til lögreglu vegna umræddra hótana.

Fréttin telur full ástæðu til að vara við mönnunum.

Uppfært: Valur Arnarson hefur nú brugðist við fréttinni og segir ekki rétt að hann hafi hótað því að hætta að versla við fyrirtækin en hann hefur hinsvegar eytt dágóðum tíma í að senda skilaboð á auglýsendur hjá Fréttin.is og þar með áreitt fyrirtækin sem sum hver hafa tekið alvarlega og hafa leitað til lögreglu vegna málsins. Ingólfur er sá sem hótar því að hætta að versla og muni hvetja aðra til þess.

Valur Arnarson og Ingólfur Daníel Árnason

12 Comments on “Netníðingar hóta fyrirtækjum og dreifa falsupplýsingum”

  1. Þvílíkar hetjur og réttlætisriddarar lýðræðisins. Hafa greinilega verið aðeins of duglegir að sækja kvöldskóla Pútins forseta. Elska sjálfsagt SS pylsur eins og allir alvöru mannvinir á Íslandi.

  2. Þessi Valur er nú bara poster child fyrir soya stráka…..með beta male yfirbragðið og þessi svipur

  3. Ef þið haldið að þið missið auglýsendur við að þeir sendi pósta eruð þið greinilega ekki mjög örugg með ykkar málflutning.

    Þetta er ljótt move af ykkar hálfu og hættulegt, þar sem fylgjendur ykkar eru nú þegar farnir að hóta þeim ofbeldi.

    Þessir menn hóta engu ofbeldi heldur sniðgöngu fyrirtækja sem er mjög friðsamleg leið til mótmæla og það er réttur fólks að stunda friðsamleg mótmæli.

  4. Hvernig er það „friðsamleg mótmæli“ að ráðast á tekjulind fólks? Þessir gaurar eru aumingjar, vinstri bjánar sem vilja ritskoða allt og alla. ekki vera að níðast af fólki ef þú ert ekki reiðubúinn að eiga við afleiðingarnar….Fréttin gerði ekkert rangt….Frétin og útvarpsaga eru einu miðlarnir í dag sem flytja alvöru fréttir

  5. Þvílikir lúðar, þetta eru aumingjar sem hafa aldrei áður stigið inn í ræktarsal.

  6. Hef aldrei skilið þetta “soyface“ dæmi. Ég fékk mér nýja tölvu nýlega. Aldrei og þá meina ég ALDREI fékk ég þá hugmynd í minn haus að taka mynd af mér með nýju tölvunni með gal opinn munninn og deila því á samfélagsmiðlum.

  7. Þessi frétt, hvað mig sjálfan varðar, er einfaldlega uppspuni nánast frá grunni. Fyrirsögnin er líka einstaklega villandi, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki hótað neinu fyrirtæki. Þeir sem lesa tölvupóstinn sem ég sendi á þessi 5 fyrirtæki sem voru að auglýsa hjá Fréttinni á þeim tíma sem ég sendi hann sjá það. Ég hef aldrei hótað því að hætta að versla við þessi fyrirtæki og aldrei hótað því að opinbera þau og/eða hvetja aðra til að versla ekki þar. Aldrei. Þessi partur fréttarinnar er því einfaldlega rangur. Ég hef t.d. sjálfur verslað við Vaxtavörur og var mjög ánægður með þjónustuna þar. Það sem ég gerði var að senda fyrirspurn til þessara fyrirtækja í þeim tilgangi að grafast fyrir um hvort þau vissu hverskonar efni væri á síðunni þar sem auglýsinguna þeirra væri líka að finna. Ekkert meira. Sjálfur myndi ég ekki auglýsa á síðu þar sem væri að finna þannig afgerandi hlutdrægt pólitískt efni. En það er bara mín persónulega afstaða. Aðrir ráða því svo hvað þeir sjálfir gera.

  8. valur arnarson,
    of all the fascists in Western Europe and Ukraine, the most primitive are the fascists in Iceland. You are an unimportant piece of shit who has no right to harass companies with his primitive fascist agenda. If you don’t like the content on frettin.is, simply stop visiting and reading. Neither you nor the other baboon have the right to take justice and law into their own hands. There are competent state bodies for that. It only exists in Iceland, that the civil sector gives itself the right to take the law into its own hands. This is called lynching, and it is characteristic only in the civil war. I see that you are afraid of the consequences of your insignificance and primitivism. And you are right, you should be afraid because the consequences will surely be for you and Ingólfur Daníel Árnason

  9. Dear Zoran, I am not afraid of you or Margrét or any of her pathetic friends.

  10. Einstaklingar og öfgalull samtök úr takti við raunveruleikann sem halda sig vera heilaga réttlætis riddara með hina einu sönnu skoðun á allt og öllu eru að tröllriða þessu samfélagi.
    Halda sig geta stjórnað eða kúgað aðra með þvingað líf atvinnu og lifibrauð annars fólks í umræðunni og stjórnað skoðunum annara. Halda sig vera “góða fólkið”en þetta er óttarlegur sleykjuháttur sýndarmennsku karaktera sem virðast slægjast eftir athygli eða aðdáun annara sem þeir hafa aldrei fengið útlitslega fra hinu kyninu með því að skaða lífa annara einstaklinga eða fyrirtækja og eyðileggja svona fyrir öðrum til að sýnast vera góðir…..Óttarlega kjanalegir einhvað.

Skildu eftir skilaboð