Transkonum verður bannað að keppa í íþróttum kvenna

frettinErlentLeave a Comment

Ríkisstjóri Suður-Dakóta, Kristi Noem, ætlar að kynna nýtt frumvarp sem miðar að því að takmarka þátttöku transfólks í kveníþróttum, nú þegar þegar deilur varðandi málaflokkinn hafa stigmagnast.

Drögum að frumvarpinu sem ber heitið „Lög til að vernda sanngirni í íþróttum kvenna“ var dreift sl. þriðjudag.

Fyrirhugað er að frumvarpið verði kynnt núna þar sem reiðin er mikil eftir sigur trans-sundkonunnar Liu Thomas. Hún keppir í sundi fyrir hönd háskólans University of Pennsylvania, og sló met í háskólasundi í þessum mánuði þegar hún keppti með kvennaliðinu.

Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að nemendur sem leggja stund á grunn-og háskólaíþróttir verði að vera í liði með þeim sem eru af sama líffræðilega kyni, þ.e.a.s. því kyni sem skilgreint er á opinberu fæðingarvottorði nemandans.

Einungis kvenkyns íþróttafólk, á grundvelli líffræðilegs kyns þeirra, mega taka þátt í keppni eða íþróttaviðburði sem ætlað er konum eða stúlkum,“ segir í frumvarpinu.

„Þetta snýst um sanngirni,“ sagði Noem í yfirlýsingu. „Sérhver ung kona á skilið að keppa meðal jafningja þar sem hún getur náð árangri, en skynsemin segir okkur að karlar hafi líkamlegt forskot á konur í íþróttum. Það er af þeim ástæðum að aðeins stúlkur ættu að keppa í stúlknaíþróttum.

„Konur hafa barist hart og lengi fyrir því að eiga jafna möguleika í íþróttum og Suður-Dakóta mun verja þessa baráttu, en við verðum að gera það á skynsaman hátt,“ sagði ríkisstjórinn.

Frumvarp ríkisstjórans kemur níu mánuðum eftir að fulltrúadeild þingsins í Suður-Dakóta mistókst að hnekkja á neitunarvaldi ríkisstjórans á frumvarpi 1217, sem hefði gert þátttöku transkvenna og stúlkna í skólaíþróttum ólöglega.

Ríkisstjórinn beitti neitunarvaldi gegn frumvarpinu af ótta við að það myndi ekki standast lagalegar áskoranir sem hún bjóst við frá NCAA (National Collegiate Athletic Association) ef frumvarpið yrði samþykkt.

Texas og fleiri ríki Bandaríkjanna banna nú þegar þátttöku transkvenna í íþróttum kvenna.


Skildu eftir skilaboð