Sigurður Ingi biðst velvirðingar á orðum sínum – vísaði til Vigdísar sem „hinnar svörtu“

frettinInnlendarLeave a Comment

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, sagði á Face­book að hann bæðist inni­lega afsök­unar á orðum sínum sem hann lét falla um Vig­­dísi Häsler, fram­­kvæmda­­stjóra Bænda­­sam­­taka Íslands, í sam­kvæmi sem var í tengslum við Bún­að­ar­þing síð­astliðið fimmtudagskvöld. Í um­fjöllun á DV.is í gær segir að Sig­­urður Ingi hefði vísað til Vig­­dísar sem „hinnar svört­u.“

Rannsóknarniðurstöður Moderna á bóluefnum fyrir yngstu börnin fullnægja ekki stöðlum FDA

frettinErlentLeave a Comment

Eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum og annarra ríkja ættu ekki að samþykkja Moderna COVID-19 bóluefnið fyrir börn á grundvelli klínískrar rannsóknar sem sýnir að bóluefnið er með undir 50 prósent virkni til að koma í veg fyrir sýkingu, segja sérfræðingar. Moderna er að þrýsta á neyðarleyfi á bóluefni sitt frá bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) fyrir börn allt niður í 6 mánaða, … Read More

Faraldurinn á hröðu undanhaldi eftir afléttingar samkomutakmarkanna

frettinInnlendar2 Comments

Covid-19 faraldurinn hér á landi er á hröðu undanhaldi, segir á vef Stjórnarráðsins, eftir að öllum takmörkunum vegna hans var aflétt 25. febrúar síðastliðinn. Á þeim tíma var gert ráð fyrir að víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn faraldrinum, með allt að 80% hlutfalli bólusettra og/eða smitaðra, myndi nást síðari hlutann í mars. Þetta virðist hafa gengið eftir. Álag á heilbrigðisstofnanir fer … Read More