Fjármálastjóri Flórída sagði á fimmtudag að deild hans myndi taka tveggja milljarða dala virði af eignum sínum sem stjórnað er af BlackRock Inc (BLK.N) út úr fyrirtækinu. Um er ræða stærstu fjárfestingaraðgerð af þessu tagi vegna andstöðu við svonefnda ESG fjárfestingastefnu þar se fjárfestingar ery byggðar á „samfélagsábygrð“, eða svokölluðu ESG-skorkerfi, UFS á íslensku; „umhverfisþættir, samfélagslegar þættir auk góðum stjórnarháttum.“
Þessi aðgerð Flórída-ríkis mun hafa lítil áhrif á fjárfestingafyrirtækið BlackRock, hvers eignir er um 8 trilljónir dollara, en vakti þó hörð viðbrögð frá fyrirtækinu, sem sagði að með þessari aðgerð væru stjórnmálin sett ofar hagsmunum fjárfesta.
Engu að síður undirstrikar aðgerðin ákveðið bakslag gegn ESG fjárfestingum sem getur styrkt stefnu repúblikana í Flórída og fleiri ríkja, sem gagnrýna fyrirtæki fyrir að einbeita sér að málum eins og loftslagsbreytingum eða stefnu um fjölbreytileika starfsmanna innan fyrirtækja (s.s. þjóðerni, kyn, kynhneigð, kynvitund, trúarbrögð, tungumál, aldur - oft nefnd "woke" stefna).
Repúblikanar taka við völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í janúar. Þetta mun gera þeim kleift að vera að vera yfirheyra ESG stjórnendur um stefnur þeirra í þinginu og þrýsta á eftirlitsaðila til að rýna í þær.
Texas bannar ESG fjárfestingar
Í september boðaði Texas bann við starfsemi fyrirtækja sem stunda fjárfestingar byggðar á samfélagsábygrð, eða svokölluðu ESG-skorkerfi, sem ríkisstjórn Texas vill meina að sé að grafa undan fjárfestingum í ríkinu og eyðileggja orkuiðnað þeirra, en ríkið framleiðir mikið af jarðefnaeldsneyti.
Reuters segir frá.