17 ára landsliðsmaður í fótbolta fékk hjartaáfall í leik og lést

frettinErlent, ÍþróttirLeave a Comment

Knattspyrnusamband Kosovo tilkynnti um helgina að knattspyrnu-og unglingalandsliðsmaðurinn Erion Kajtazi væri látinn.

Kajtazi sem var 17 ára hneig meðvitundarlaus niður í leik með Trepca á laug­ar­dag og er dánarorsök sögð hjartaáfall. Leikmaðurinn þótti afar efnilegur og hafði leikið átta leiki fyr­ir U17 ára landslið þjóðar sinn­ar og einnig æft með liðum á borð við And­er­lecht í Belg­íu.

Hjúkrunarteymið brást fljótt við á vellinum og sendi Kajtazi á svæðissjúkrahúsið í Prizren en endurlífgunartilraunir báru engan árangur og var hann úrskurðaður látinn.

Knattspyrnusamband Kosovo vottaði fjölskyldu Kajtazi, FC Trepça'89 og öllu fótboltasamfélaginu innilegrar samúðar vegna ótímabærs dauða leikmannsins.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð