Ríkisstjóri Virginíu ógildir sektir vegna „sóttvarnalagabrota“ og endurgreiðir

frettinCOVID-19, ErlentLeave a Comment

Glenn Youngkin, ríkisstjóri Virginíu í Bandaríkjunum, gaf út tilskipun á þriðjudag sem bindur enda á innheimtu og fullnustu sekta sem settar hafa verið á einstaklinga og fyrirtæki sem brutu gegn COVID-19 takmörkunum í fylkinu.

Ásamt því að stöðva allar frekari sektir, ætlar ríkisstjórinn einnig að að koma á endurgreiðsluferli fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem voru neydd til að greiða greiða „óréttmætar COVID-19 sektir".

Youngkin tók við embætti í janúar á þessu ári og virðist vera búinn að vakna þegar kemur að COVID fáránleikanum og þeirri kúgun og ofbeldi sem fólk hefur verið beitt í nafni lýðheilsu.

Ekki eru nema nokkrir dagar síðan Matt Strickland, fyrrum hermaður í Íraksstríðinu, fyrirtækjaeigandi og frambjóðandi til öldungadeildarþings í Virginíu skrifaði á Twitter: „Hjálpið mér að binda enda á þessa harðstjórn. Berjumst á móti og hjálpið mér að bjarga þessu landi.“

Matt Strickland á Gourmeltz, veitingastaðinn í Fredericksburg, Virginíu og tilefni skrifa hans á Twitter voru þau að á síðasta föstudag komu fulltrúar sýslumanns og lögregla inn á veitingastaðinn og tilkynntu að þeir væru að loka honum.

Strickland hafði neitað að loka veitingastaðnum á meðan á heimsfaraldrinum stóð fyrir tveimur árum. Hann kvaðst þurfa að fæða fjölskyldu sína og vildi ekki missa fyrirtæki sitt.

Á föstudag var lögreglan send inn á veitingastaðinn til að loka honum, eins og sjá má á Twitter síðu hans.

Strickland og viðskiptavinir hans geta nú andað léttar eftir ákvörðun ríkisstjórans sem hefur bundið enda á kúgun og ofbeldi embættismannanna í Virginíu.

Skildu eftir skilaboð