Eftir Helga Örn Viggósson:
Síðastliðinn rúm tvö ár hafa komið út fjölmargar ritrýndar rannsóknargreinar, nokkrar sem ég hef fjallað um á Facebook, sem hafa sagt að líkurnar séu miklar á að kórónuveiru gaddaprótínssprauturnar komi til með að valda skemmdum á ónæmiskerfi fólks og valda krabbameinum. Því miður er þetta að raungerast, tíðni krabbameina er að rjúka upp og margir sérfræðingar á sviðinu hafa lýst því yfir að þeir hafi aldrei séð annað eins, hraðvaxtar illvíg krabbamein, sem oft leiða til dauða fáum dögum eftir greiningu, auk þess að krabbamein sem hingað til hafa verið afar sjaldgæf eru að koma upp í miklum mæli.
Dr. Angus Dalgleish er einn helsti krabbameinssérfræðingur Bretlands, prófessor í krabbameinsfræði hjá St. George háskólanum í London. (Rannsóknir hans undanfarin ár hafa einblínt á ónæmisfræði krabbameina og ónæmismeðferða til að meðhöndla þau, einkum sortuæxli.) Hann skrifaði nýlega bréf til Dr. Kamran Abbasi, aðalritstjóra læknatímaritsins BMJ (British Medical Journal), þar sem hann vekur athygli á þessu máli og fer fram á að BMJ geri kröfu um að upplýst samþykki verði gert að forgangsatriði.
Þess má geta að Dr. Angus Dalgleish var einarður talsmaður sprautuherferðarinnar í upphafi en breytti fljótlega um skoðun.
Hér neðar má lesa bréf Dr. Dalgleish til ritstjórans sem hann birti í grein sinni.
Kæri Kamran Abbasi,
Ekki er lengur þörf á Covid bólusetningaáætlun þar sem meðaldánaraldur þeirra sem látast úr Covid í Bretlandi er 82 ár, en meðalaldur þeirra sem deyr af öllum öðrum orsökum er 81 árs og fer aldurinn lækkandi.
Tengsl bóluefnanna við blóðtappa, hjartavöðvabólgu, hjartaáföll og heilablóðfall eru nú vel viðurkennd, sem og tengslin við mergbólgu og taugakvilla. (Við spáðum fyrir um þessar aukaverkanir í QRBD-grein okkar Sorensen et al. í júní 2020, þar sem BLAST greining leiddi í ljós 79% samsvörun við mannleg ónæmisvakaset (epitopes), sérstaklega PF4 og mýelín).
Hins vegar er nú önnur ástæða til að hætta öllum bólusetningum. Sem starfandi krabbameinslæknir er ég að sjá krabbameinssjúklinga „í stöðugu ástandi“ [meinið ekki versnað], en eftir að þeir neyddust til að fá Covid örvunarskammt, oftast til að geta ferðast, fór meinið að vaxa hratt.
Jafnvel meðal þeirra sem standa mér nærri er ég að sjá B-frumu-byggða sjúkdóma eftir örvunarskammta. Þeir segjast klaralega hafa orðið veikir nokkrum dögum til vikum eftir örvunarsprautuna, einn þeirra að þróa með sér hvítblæði, tveir samstarfsmenn Non-Hodgkins eitlafrumukrabbamein og gömlum vini sem líður eins og hann sé með „langan-Covid“ eftir að hafa fengið örvunarsprautuna, og eftir að hafa fengið afar slæma verki í beinin, hefur hann nú verið greindur með mörg meinvörp vegna sjaldgæfs B-frumusjúkdóms.
Ég er nógu reyndur til að vita að þetta eru ekki tilviljunarkenndar sögur sem margir benda á, sérstaklega þar sem sama mynstrið er nú að sjá í Þýskalandi, Ástralíu og Bandaríkjunum.
Rannsóknarskýrslur um bælingu meðfædda ónæmiskerfisins eftir mRNA sprauturnar í nokkrar vikur stemma við þetta, því allir þessir sjúklingar hingað til eru með sortuæxli eða krabbamein sem byggja á B-frumum og eru mjög næm fyrir ónæmisstjórnun - og það var áður en tilkynnt var um bælingu bælingagena með mRNA í rannsóknarstofu tilraunum.
Það verður að upplýsa um þetta og taka til umræðu strax.
Angus Dalgleish MD FRACP FRCP FRCPath FMedSci