Jólabækur: Leyniviðauki 4 eftir Óskar Magnússon

Erna Ýr ÖldudóttirBókmenntir, Erna Ýr Öldudóttir, Íslenskar bækur1 Comment

Ég þarf að fara oftar út að viðra mig á meðal fólks og lesa fleiri bækur. Því fór ég í bókaútgáfubjóð hjá Óskari Magnússyni, rithöfundi. Þar tók ég að mér að lesa og dæma hans nýjasta skáldverk um verjandann Stefán Bjarnason, Leyniviðauka 4.

Þetta er reyndar fyrsta bókin eftir Óskar sem ég les, þannig get ég því miður ekki borið hana saman við hans fyrri bækur um verjandann Stefán. Bókin er sjálfstætt framhald af bókunum Verjandinn og Dýrbítar. Ég mun gera mitt besta.

Sagan er um hryllilegt morð og lögfræðidrama sem vindur mjög óvænt upp á sig. Bókin er listilega fléttuð inn í sögu og skipulag, eða óskipulag, mála á Íslandi. Það sést að höfundur er fyrrum hæstaréttarlögmaður og að hann hefur víða tekið til hendinni.

Höfundur las fyrir gesti á Café Catalina í Kópavogi.

Getur það verið að þetta sé... og þó!

Ekki er alveg laust við að maður skynji líkindi með ýmsum persónum og leikendum bókarinnar, og raunverulegum persónum úr íslensku þjóðlífi - að höfundi sjálfum meðtöldum. En það kann að vera að óstjórnlegt ímyndunaraflið hafi hlaupið með mig í gönur eina ferðina enn. Um hreinan tilbúning og skáldaðar persónur er að ræða. Fyrir vikið varð bókin mér þó enn skemmtilegri aflestrar.

Höfundi tekst afbragðsvel að létta viðfangsefnið með íslenskri orðsnilld og sterkri kímni sem ég hef ekki áður séð í íslenskum skáldverkum um svo alvarleg mál. Fullyrða má að sagan sé laus við tepruskap.

Fróðleg, fyndin og æsispennandi glæpasaga sem erfitt verður að leggja frá sér í jólanáttfötunum með opinn konfektkassa.

One Comment on “Jólabækur: Leyniviðauki 4 eftir Óskar Magnússon”

  1. Thank you for your sharing. I am worried that I lack creative ideas. It is your article that makes me full of hope. Thank you. But, I have a question, can you help me?

Skildu eftir skilaboð