Sýndarmennska elur af sér gervisamfélag – gervisamfélag leiðir fram gervistjórnmál

frettinArnar Þór Jónsson, PistlarLeave a Comment

Eftir Arnar Þór Jónsson lögmann og varaþingmann Sjálfstæðisflokksins:

 „Laga­setn­ing Alþing­is lík­ist í aukn­um mæli leik­riti.“

Við lif­um á öld eft­ir­lík­ing­ar­inn­ar. Öld upp­gerðar. Öld sýnd­ar­mennsku. Við eig­um fáa sanna vini í raun­heim­um en þúsund­ir „vina“ í net­heim­um. Sam­fé­lags­miðlar eru and­fé­lags­leg­ur vett­vang­ur, sem mál­svar­ar lýðræðis hafa á síðustu árum notað til að grafa und­an mál­frelsi.

Mennta­stofn­an­ir van­rækja gagn­rýna hugs­un. Þeir sem mest flagga eig­in góðmennsku vilja að ríkið axli ábyrgð á allri góðvild­inni. Skatt­fé er sólundað í nafni um­hyggju. Und­ir merkj­um mann­gæsku er vel­ferðar­kerfið smám sam­an sligað, þar til það að lok­um mun hrynja und­an eig­in þunga. Und­ir yf­ir­skini trú­leys­is gera menn vís­ind­in að átrúnaði og fræðimenn að prest­um. Uggvæn­leg reynsla síðustu ára bend­ir til að frels­isákvæði í stjórn­ar­skrá og lög­um séu í reynd mark­laus, sam­an­ber það hvernig stjórn­völd­um leyfðist að kippa borg­ara­leg­um rétt­ind­um úr sam­bandi að vild.

Gervi­sam­fé­lag elur af sér gervi­stjórn­mál, þar sem al­manna­tengl­ar hanna skoðanir og stjórn­mála­menn fylgja skoðana­könn­un­um. Hags­munaaðilar stýra fjöl­miðlum og þyrla upp ryki sem yf­ir­skygg­ir upp­lýs­ing­ar­hlut­verkið. Í heimi gervi­stjórn­mál­anna skrifa aðstoðar­menn ræður og grein­ar fyr­ir þá sem leika hlut­verk þing­manna og ráðherra. Sér­fræðing­ar móta laga­frum­vörp. Þing­menn greiða at­kvæði eft­ir flokkslín­um og forðast þannig per­sónu­lega ábyrgð. Íslenska ríkið er á stöðugu (en duldu) und­an­haldi inn­an EES. Laga­setn­ing Alþing­is lík­ist í aukn­um mæli leik­riti. Á bak við tjöld­in fer fram hæg­fara – og ólýðræðis­leg – aðlög­un Íslands að ESB.

Þeir sem ef­ast um fram­an­greinda lýs­ingu mega íhuga eft­ir­far­andi dæmi:

Í nafni lýðræðis­legra stjórn­ar­hátta inn­leiða Íslend­ing­ar er­lend­ar regl­ur umræðulaust . Í nafni alþjóðasam­vinnu eru Íslend­ing­ar þvingaðir til að breyta lög­gjöf sinni. Frammi fyr­ir hót­un ESA um máls­höfðun fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um „ákveður“ ís­lenska ríkið að breyta lög­um sín­um, nú síðast lög­um um leigu­bif­reiðaakst­ur. Und­ir oki slíks ut­anaðkom­andi hels­is er málið kynnt í þing­inu sem „frels­is­mál“ . Til að draga úr óbragðinu samþykkti meiri­hluti alþing­is­manna lög­in 16.12. 2022 með því for­orði að þau „skuli sæta end­ur­skoðun“ eigi síðar en 1.1. 2025 „með til­liti til reynslu“ af laga­breyt­ing­un­um.

Sam­an­tekt

Lög á ekki að setja að nauðsynja­lausu og alls ekki að illa at­huguðu máli. Hafi lög­gjaf­inn sjálf­ur efa­semd­ir um rétt­mæti eða gagn­semi laga­frum­varps mæla öll var­færn­is­sjón­ar­mið gegn lög­fest­ingu þess. Af síðast­nefnd­um ástæðum greiddi ég at­kvæði gegn lög­fest­ingu frum­varps um leigu­bif­reiðaakst­ur. Ég er ekki and­víg­ur því að laga­regl­ur um þetta efni séu tekn­ar til end­ur­skoðunar, en hefði viljað að sú end­ur­skoðun færi þá fram að bet­ur at­huguðu máli, án ut­anaðkom­andi þrýst­ings og án pín­legra af­böt­un­ar­á­kvæða um end­ur­skoðun þeirra reglna sem verið er að setja. Laga­setn­ing er of al­var­legt inn­grip í dag­legt líf al­menn­ings til að unnt sé að rétt­læta að henni sé beitt í ein­hvers kon­ar til­rauna­skyni.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. desember 2022.

Skildu eftir skilaboð