Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látin 82 ára að aldri. Þessu greindi Tariq Panja hjá New York Times frá á Twitter í kvöld.
Pelé hafði verið að berjast við ristilkrabbamein sem var fjarlægt á síðasta ári. Hann var svo fluttur á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði og heilsu hans fór skyndilega að hraka þar til hann lést.
Pelé af mörgum talinn einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hann er sagður hafa skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum á 21 árs löngum ferli, þar af 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Hann er enn markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, en Neymar er þó búinn að jafna metið.
Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn.
2 Comments on “Knattspyrnugoðsögnin Pelé látin”
Þar er farinn einn besti knattspyrnumaður sögunar. Pele og Maradonna eru þeir tveir bestu í sögunni.
Thank you very much for sharing, I learned a lot from your article. Very cool. Thanks. nimabi