Söngkonan Cher segist vera með slæma flensu út af andstæðingum bólusetninga

frettinErlent, Fræga fólkiðLeave a Comment

Söngkona Cher skrifaði færslu á Twitter þar sem hún gagnrýndi "antivaxxers“ og viðurkenndi að hún hafi verið hikandi við að fá flensusprautu á þessu ári vegna „áróðurs“ þeirra og nú getur hún ekki hætt að hósta og „logar í hálsinum.“

„Hvað í fjandanum er að þessu fólki,“ skrifaði hún„ og krafðist þess að þeir sem hefðu upplýsingar um neikvæðar afleiðingar flensu- og Covid-19 bólusetninga héldu þeim fyrir sig.

Ekki stóð á svörunum frá aðdáendum og öðrum sem ýmist óskuðu henni góðs bata eða gagnrýndu færslu hennar:

Einn þeirra sagði að hún væri aðeins 76 ára og enn væri tími til að hugsa sjálfstætt og ekki kenna öðrum um kvefið sitt.

#image_title

Skildu eftir skilaboð